Við Sæunnargötu í Borgarnesi er til sölu sjarmerandi 267 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Frá húsinu er guðdómlegt fjalla- og sjávarútsýni sem minnir helst á málverk.
Við Sæunnargötu í Borgarnesi er til sölu sjarmerandi 267 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Frá húsinu er guðdómlegt fjalla- og sjávarútsýni sem minnir helst á málverk.
Við Sæunnargötu í Borgarnesi er til sölu sjarmerandi 267 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Frá húsinu er guðdómlegt fjalla- og sjávarútsýni sem minnir helst á málverk.
Húsið var reist árið 1965 og ber þess skýr merki, en það hefur verið innréttað á hlýlegan og notalegan máta í anda þess tíma. Hvert rými í húsinu hefur sinn sjarma, en það er þó án efa stofan á efri hæð hússins sem vekur mesta athygli.
Í stofunni eru stórir og síðir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita guðdómlegt útsýni. Efniviður og litir í rýminu skapa ró og leyfa útsýninu að njóta sín til fulls.
Eignin hefur verið með leyfi til skammtíma gistingar og hefur verið til útleigu á bókunarvef Airbnb. Þar kemur fram að húsið hafi meðal annars birst í hönnunartímaritinu In Style Magazine í Kóreu og að þar hafi verið teknar upp þó nokkrar heimildarmyndir.
Í fasteignauglýsingunni kemur fram að eignin hafi þegar verið mikið bókuð í sumar, eða sem nemur átta milljónum króna í tekjur.