Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

Húsnæðismarkaðurinn | 27. júlí 2023

Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

Lengi hefur staðið til að gjörbreyta svokallaðri Norður-Mjódd í Breiðholti. Fjarlægja á núverandi byggingar, þ.e. gróðrarstöð Garðheima, bensínstöð Olís og bílasöluna 100 bíla. Í þeirra stað koma fjölbýlishús. Komið er að fyrsta áfanga í ferlinu því umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að kynna lýsingu nýs deiliskipulags fyrir svæðið. Leitað verður umsagna fjölmargra stofnana eins og lög mæla fyrir um og sömuleiðis almennings.

Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

Húsnæðismarkaðurinn | 27. júlí 2023

Fremst er bílasala, því næst Garðheimar og loks bensínstöð Olís. …
Fremst er bílasala, því næst Garðheimar og loks bensínstöð Olís. Öll þessi hús eiga að víkja fyrir íbúðabyggð með þjónustu á neðri hæðum. Ljósmynd/Klasi

Lengi hefur staðið til að gjörbreyta svokallaðri Norður-Mjódd í Breiðholti. Fjarlægja á núverandi byggingar, þ.e. gróðrarstöð Garðheima, bensínstöð Olís og bílasöluna 100 bíla. Í þeirra stað koma fjölbýlishús. Komið er að fyrsta áfanga í ferlinu því umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að kynna lýsingu nýs deiliskipulags fyrir svæðið. Leitað verður umsagna fjölmargra stofnana eins og lög mæla fyrir um og sömuleiðis almennings.

Lengi hefur staðið til að gjörbreyta svokallaðri Norður-Mjódd í Breiðholti. Fjarlægja á núverandi byggingar, þ.e. gróðrarstöð Garðheima, bensínstöð Olís og bílasöluna 100 bíla. Í þeirra stað koma fjölbýlishús. Komið er að fyrsta áfanga í ferlinu því umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að kynna lýsingu nýs deiliskipulags fyrir svæðið. Leitað verður umsagna fjölmargra stofnana eins og lög mæla fyrir um og sömuleiðis almennings.

Á síðasta fundi ráðsins var lögð fram skipulagslýsing Klasa og JVST, dagsett í maí 2023, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Norður-Mjóddar fyrir lóðirnar Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. Í vinnu vegna breytingar á deiliskipulagi verður áhersla lögð á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyrir íbúðum, matvöruverslun, atvinnustarfsemi, dvalarsvæðum og samgönguinnviðum. Breytingar verða gerðar á byggingarreitum, lóðarmörkum, hæð húsa og fjölbreyttri landnotkun frá því sem gildandi deiliskipulag frá 1999 heimilar. Ekki verður um stækkun lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst.

Garðheimar. Stærsta fyrirtækið í Norður-Mjódd flytur í Suður-Mjódd
Garðheimar. Stærsta fyrirtækið í Norður-Mjódd flytur í Suður-Mjódd mbl.is/sisi

Klasi þróar lóðina

Lóðarhafi í Norður-Mjódd er Klasi fasteignaþróunarfélag, sem hefur unnið að fjölmörgum þróunarverkefnum frá stofnun árið 2004. Núverandi eigendur Klasa eru Hagar hf., Reginn hf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Klasa er áformað að reisa byggingar í Norður-Mjódd með allt að 500 íbúðum, sem er háð magni atvinnuhúsnæðis, miðað er við um 50.000 fermetra. Heildarfjárfestingin er sögð vera 30 milljarðar króna.

Þegar áform um uppbyggingu í Norður-Mjódd voru kynnt haustið 2021 mættu þau andstöðu íbúa í nágrenninu, þ.e. í húsunum fyrir ofan Mjóddina og í vestanverðum Stekkjum. Töldu þeir ófært að leyfðar yrðu 5-8 hæða byggingar, þær ætti að takmarka við fimm hæðir í mesta lagi. Fram kemur í skipulagslýsingunni að húsin verði 4-7 hæðir. Þegar skipulagslýsingin verður kynnt geta þessir íbúar sem og allur almenningur sent inn athugasemdir.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag, 27. júlí. 

mbl.is