185 milljóna einbýli á einni hæð á Seltjarnarnesi

Heimili | 30. júlí 2023

185 milljóna einbýli á einni hæð á Seltjarnarnesi

Við Hofgarða á Seltjarnanesi er að finna 193 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1978 og státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum auk sólpalls með heitum potti, útisturtu og útiarin. 

185 milljóna einbýli á einni hæð á Seltjarnarnesi

Heimili | 30. júlí 2023

Húsið er 193 fm að stærð og er á einni …
Húsið er 193 fm að stærð og er á einni hæð. Samsett mynd

Við Hofgarða á Seltjarnanesi er að finna 193 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1978 og státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum auk sólpalls með heitum potti, útisturtu og útiarin. 

Við Hofgarða á Seltjarnanesi er að finna 193 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið var byggt árið 1978 og státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum auk sólpalls með heitum potti, útisturtu og útiarin. 

Eignin hefur verið innréttuð með fallegum húsmunum og er mjúk litapalletta í forgrunni. Í rúmgóðri stofu er aukin lofthæð sem gefur eigninni mikinn sjarma, en þar fanga falleg listaverk á skenki augað samstundis og búa til notalega stemningu í rýminu. Þar á meðal er verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson. 

Flos Arco-gólflampinn setur sterkan svip á rýmið, en lampann hannaði Achille Castiglioni árið 1962 og því óhætt að segja að lampinn sé tímalaus og klassískur. Það eru svo fallegir hægindastólar í anda Pierre Jeanneret sem setja punktinn yfir i-ið. 

Við húsið er sólpallur sem snýr í suður- og vesturátt, en garðurinn er afmarkaður með skjólveggjum bæði að framan og aftan. Á pallinum er heitur nuddpottur, útisturta og útiarinn. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hofgarðar 11

mbl.is