Tískufyrirmynd án þess að ætla sér það

Fatastíllinn | 30. júlí 2023

Tískufyrirmynd án þess að ætla sér það

Írska söngkonan Sinéad O'Connor lést þann 26. júlí síðastliðinn. Arfleifð hennar nær út fyrir tónlistina sem hún gaf út, en hún var mikil baráttukona og lét heyra vel í sér þegar henni mislíkaði eitthvað. Það atvik sem hvað flestir tengja við hana er þegar hún reif mynd af páfanum í þætti Saturday Night Live árið 1992. Gerði hún það til að vekja athygli á misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar. 

Tískufyrirmynd án þess að ætla sér það

Fatastíllinn | 30. júlí 2023

Sinéad O'Connor var þekkt fyrir pönkaða framkomu og hugarfar.
Sinéad O'Connor var þekkt fyrir pönkaða framkomu og hugarfar. Reuters/Mario Anzuoni

Írska söngkonan Sinéad O'Connor lést þann 26. júlí síðastliðinn. Arfleifð hennar nær út fyrir tónlistina sem hún gaf út, en hún var mikil baráttukona og lét heyra vel í sér þegar henni mislíkaði eitthvað. Það atvik sem hvað flestir tengja við hana er þegar hún reif mynd af páfanum í þætti Saturday Night Live árið 1992. Gerði hún það til að vekja athygli á misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar. 

Írska söngkonan Sinéad O'Connor lést þann 26. júlí síðastliðinn. Arfleifð hennar nær út fyrir tónlistina sem hún gaf út, en hún var mikil baráttukona og lét heyra vel í sér þegar henni mislíkaði eitthvað. Það atvik sem hvað flestir tengja við hana er þegar hún reif mynd af páfanum í þætti Saturday Night Live árið 1992. Gerði hún það til að vekja athygli á misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar. 

Krúnurakað höfuðið átti eftir að verða eitt af einkennismerkjum Sinéad …
Krúnurakað höfuðið átti eftir að verða eitt af einkennismerkjum Sinéad O'Connor. AFP/Mandel Ngan

Hárið var engin yfirlýsing

O'Connor vakti mikla athygli fyrir hárgreiðslu sína en hún var þekkt fyrir krúnurakað höfuð sitt. Var hárgreiðslan í takti við pönkaða framkomu og hugarfar O'Connor. Margir sem aðhyllast pönkstílinn nota klæðaburð sinn sem yfirlýsingu, enda einkennast viðhorf pönksins af því að vera á móti forræðishyggju, neysluhyggju, heildarhyggju og alls þess sem telst tilheyra meginstraumnum.

Árið 1991 sagði O'Connor í viðtali við Spin að hún hefði þó ekki rakað af sér hárið til senda út einhvers konar yfirlýsingu. Henni hafði hreinlega leiðst einn daginn og viljað losna við hárið. Átti krúnurakaði kollur hennar þó eftir að verða eitt ef einkennismerkjum söngkonunnar og skipa henni sess sem sannkallaða grunge- og pönkdrottningu.

Sinéad O'Connor á tónleikum í Zenith-tónlistarhöllinni í París árið 1990.
Sinéad O'Connor á tónleikum í Zenith-tónlistarhöllinni í París árið 1990. AFP/Bertrand Guay

Fór ávallt óhefðbundnar leiðir 

Snemma á tíunda áratugnum birtist ný tískustefna undir nafninu grunge, sem varð eins konar arftaki pönksins frá áttunda og níunda áratugnum. Einkenndist hún af endingargóðum og þægilegum fatnaði, oftar en ekki fengnum af nytjamörkuðum, sem kynlausu yfirbragði.

Stíll O'Connor á tíunda áratugnum einkenndist af gallabuxum, Dr. Martens skóm og grafískum stuttermabolum með ýmsum skilaboðum á. Átti hún eftir að verða einn af sendiherrum grunge-stílsins, þótt hún hafi aldrei gert það með meðvituðum hætti. Henni var hreinlega sama hvað öðru fólki fannst um hana. 

Í viðtali við Billboard árið 2014 kynnti hún sjálfa sig sem sköllóttu söngkonuna frá Írlandi. Þar sagði hún að hún hefði gert nokkrar tilraunir til þess að vera hefðbundin kona, því allar konur verði fyrir þeirri pressu frá því að þær fæðast. Hins vegar sé hún langt því frá að vera hefðbundin og að hún sé nú hætt að reyna að vera eitthvað annað en óhefðbundin. Viðhorf sem átti eftir að fylgja O'Connor þangað til að hún lést.

Sinéad O'Connor á tónleikum sínum í Highline Ballroom í New …
Sinéad O'Connor á tónleikum sínum í Highline Ballroom í New York-borg árið 2012. AFP/Jason Kempin
mbl.is