Marga dreymir um að heimsækja bresku sveitasæluna og þá sérstaklega Cotswolds-sveitina sem annáluð er fyrir lítil krúttleg hús og græn engi svo langt sem augað eygir. Ferðavefur Mbl. tók saman þrjú hótel sem eru annáluð fyrir gæði og rómantík.
Marga dreymir um að heimsækja bresku sveitasæluna og þá sérstaklega Cotswolds-sveitina sem annáluð er fyrir lítil krúttleg hús og græn engi svo langt sem augað eygir. Ferðavefur Mbl. tók saman þrjú hótel sem eru annáluð fyrir gæði og rómantík.
Marga dreymir um að heimsækja bresku sveitasæluna og þá sérstaklega Cotswolds-sveitina sem annáluð er fyrir lítil krúttleg hús og græn engi svo langt sem augað eygir. Ferðavefur Mbl. tók saman þrjú hótel sem eru annáluð fyrir gæði og rómantík.
Þetta hótel er í smábænum Painswick í Gloucestershire-héraði og tekur um einn og hálfan klukkutíma að ferðast þangað með lest frá London. Þarna er margt hægt að gera eins og til dæmis að fara í göngu- eða hjólatúra um svæðið, prófa að skjóta leirdúfur, vínsmökkun eða bara slaka á í fallegu hótelherbergi.
Fallegt hótel með gullfalleg og sveitaleg herbergi. Þarna er einnig hægt að bóka borð fyrir allt að sex manns í svokölluðum glerkúlum við ána. Það er mjög vinsælt og kostar 50 punda bókunargjald sem ekki er dregið frá heildarkostnaði.
Þetta hótel stendur á risastórri landareign þar sem ekki væsir um gesti. Þar er til dæmis sundlaug og heilsulind og herbergin eru glæsilega hönnuð í breskum sveitastíl.