„Hvenær er komið nóg?“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. ágúst 2023

„Hvenær er komið nóg?“

„Við komum til með að gera athugasemdir við þetta, þetta er afskaplega skrítið mál. Að Reykjavíkurborg skuli ekki sjá sóma sinn í því að láta í friði þessi fáu grænu svæði sem eftir eru í borginni. Hvenær er komið nóg?“

„Hvenær er komið nóg?“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. ágúst 2023

Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals.
Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við komum til með að gera athugasemdir við þetta, þetta er afskaplega skrítið mál. Að Reykjavíkurborg skuli ekki sjá sóma sinn í því að láta í friði þessi fáu grænu svæði sem eftir eru í borginni. Hvenær er komið nóg?“

„Við komum til með að gera athugasemdir við þetta, þetta er afskaplega skrítið mál. Að Reykjavíkurborg skuli ekki sjá sóma sinn í því að láta í friði þessi fáu grænu svæði sem eftir eru í borginni. Hvenær er komið nóg?“

Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals, í samtali við mbl.is. Samtökunum líst illa á áform um nýtt íbúðahverfi við Suðurfell í Efra-Breiðholti.

Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir lágreistri íbúðabyggð, á einni eða tveimur hæðum, með 50-75 íbúðum. Um er að ræða óbyggt svæði sem liggur austan við Fellahverfi og nær að mörkum Elliðaárdals.

Svæðið sem um ræðir er austan við Fellahverfi í Breiðholti, …
Svæðið sem um ræðir er austan við Fellahverfi í Breiðholti, en Elliðaárnar renna þar fyrir neðan og göngustígar liggja um svæðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilja vera með í ráðum

Halldór hefur áhyggjur af framtíð útivistarsvæðisins við Elliðaárdal og segir dalinn mikilvægan fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

„Ef þú þrengir mikið meira að, þá ertu með göngustíga og hjólastíga hlið við hlið sem eru bara slysagildrur. Sjarmurinn af því að hjóla í vinnuna ekki alveg ofan í umferð fer alltaf minnkandi með hverjum reitnum sem er byggður. Þú ert ekki að hjóla við hliðina á umferðaræð til þess að anda að þér allri menguninni sem kemur af bílunum enn þá, á meðan rafvæðingin er ekki meiri á Íslandi.“

Hollvinasamtökin vilji fá að vera með í ráðum þegar kemur að skipulagi í og við Elliðaárdalinn.

„Við komum til með að senda enn eina greinagerðina um mótmæli okkar við þessu.“

Kort/mbl.is

Andstaða íbúa komi ekki á óvart

Áformin hafa fengið dræmar undirtektir hjá íbúum hverfisins, en í umsögnum í Skipulagsgátt er hinni fyrirhuguðu framkvæmd mótmælt þar sem um sé að ræða útivistarsvæði sem sé mikið notað. Halldór segir andstöðu íbúa ekki koma á óvart.

„Ef þú horfir á það skipulag sem núna er með Efra-Breiðholt og alla þessa þéttingu í Breiðholti þá er verið að taka út öll græn svæði. Fólk verður að hafa eitthvað smá afdrep,“ segir hann.

Hér má sjá Breiðholtsbrautina vinstra megin á myndinni, en handan …
Hér má sjá Breiðholtsbrautina vinstra megin á myndinni, en handan hennar er svo Urðarhvarfið í Kópavogi og munu mislæg gatnamót af nýjum Arnarnesvegi tengjast inn á Breiðholtsbrautina fyrir miðri mynd. Fellahverfi er fyrir miðju, en nær á myndinni á að byggja upp fyrirhugað hverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við megum ekki eyðileggja þá fáu reiti sem eftir eru í borginni þar sem þú finnur ekki jafnmikið fyrir þessum umferðarhávaða.“

mbl.is