Íslensk hönnun hlaut ein virtustu verðlaun Bandaríkjanna

Hönnun | 16. ágúst 2023

Íslensk hönnun hlaut ein virtustu verðlaun Bandaríkjanna

Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í gær verðlaun í flokki vöruhönnunar á einum stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, National Design Awards. Hönnunarstofan var stofnuð í New York-borg árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði. 

Íslensk hönnun hlaut ein virtustu verðlaun Bandaríkjanna

Hönnun | 16. ágúst 2023

Hlynur Vagn Atlason stofnaði hönnunarstofuna Atlason Studio árið 2004 í …
Hlynur Vagn Atlason stofnaði hönnunarstofuna Atlason Studio árið 2004 í New York-borg.

Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í gær verðlaun í flokki vöruhönnunar á einum stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, National Design Awards. Hönnunarstofan var stofnuð í New York-borg árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði. 

Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í gær verðlaun í flokki vöruhönnunar á einum stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, National Design Awards. Hönnunarstofan var stofnuð í New York-borg árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði. 

Verðlaunin eru veitt árlega af Cooper Hewitt hönnunarsafninu, hönnunarhluta Smithsonian stofnunarinnar, og voru stofnuð í samstarfi við Hvíta húsið. Í kjölfar tilkynningar á vinningshöfum hefst þétt kynningardagskrá tengd vinningshöfum sem ætlað er að auka vitund almennings í Bandaríkjunum um áhrif hönnunar í daglegu lífi. Sú dagskrá nær hámarki á Hönnunarviku (e. National Design Week) í október en þá fer formleg afhending verðlaunanna fram við mikla athöfn.

Íslensk hönnun í New York

„Við erum í skýjunum með þessar fréttir. Þetta er auðvitað einstakur heiður en hönnunarverðlaunin eru þau virtustu og þekktustu hér í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Þá er sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu frá öðrum fagaðilum,“ segir Hlynur sem flutti upphaflega til Bandaríkjana til að stunda nám við Parsons School of Design í New York.

Frá stofnun Atlason Studio hefur hönnunarstofan vaxið og dafnað, en hún hefur átt í samstarfi við mörg a þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum heims. Þar má meðal annars nefna Design Within Reach, Museum of Modern Art, Heller, L.Ercolani, Johnson & Johnson, L‘Oreal, Microsoft, IKEA, X-box og Stella Artois.

Atlason loks til Íslands

Hingað til hafa vörur Atlason Studio ekki fengist á Íslandi en það stendur nú til bóta þegar húsgögn hans verða hluti af vöruúrvali í Epal. „Ég hef þekkt Hlyn lengi og fylgst náið með hans magnaða ferli frá því hann tók sín fyrstu skref á hönnunarbrautinni í Parsons þar til í dag, þegar það má segja að hann hafi sigrað hönnunarheiminn í Bandaríkjunum! Við höfum haft þann heiður að sýna vörur hans í Epal á HönnunarMars og nú er það okkur sönn ánægja að ganga skrefinu lengra og bjóða vörur eftir hann til sölu hér í Epal í haust,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.

Stóllinn Limbo eftir Hlyn sem framleiddur er í samstarfi við …
Stóllinn Limbo eftir Hlyn sem framleiddur er í samstarfi við Heller.
mbl.is