Spá enn einni stýrivaxtahækkun

Vextir á Íslandi | 16. ágúst 2023

Spá enn einni stýrivaxtahækkun

Greiningadeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka muni hækka stýrivexti um 0,25% þegar nefndin kemur saman að nýju. Þannig að vextir á sjö daga bundnum innlánum fari úr 8,75% í 9%.

Spá enn einni stýrivaxtahækkun

Vextir á Íslandi | 16. ágúst 2023

Greiningadeild Landsbanka spáir stýrivaxtahækkun.
Greiningadeild Landsbanka spáir stýrivaxtahækkun. Christopher Lund

Greiningadeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka muni hækka stýrivexti um 0,25% þegar nefndin kemur saman að nýju. Þannig að vextir á sjö daga bundnum innlánum fari úr 8,75% í 9%.

Greiningadeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka muni hækka stýrivexti um 0,25% þegar nefndin kemur saman að nýju. Þannig að vextir á sjö daga bundnum innlánum fari úr 8,75% í 9%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. Peningastefnunefnd kemur saman í næstu viku en ef af hækkun verður mun það verða í fjórtánda sinn í röð sem stýrivextir hækka.

Innlend eftirspurn minnkað 

„Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð,“ segir í tilkynningunni.

Ólíklegt að vextir haldist óbreyttir 

Þá telur bankinn ólíklegt að peningastefnunefndin haldi vöxtunum óbreyttum.

„Við teljum að peningastefnunefnd þætti þó óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika,“ segir ennfremur í tilkynningu.

Landsbanki was the last of the three banks to announce …
Landsbanki was the last of the three banks to announce their figures this week. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is