Við Brekkubyggð 2 í Borgarfirði er að finna 126 fm sumarhús sem hannað var af Birni Skaptasyni hjá Atelier arkitektum. Húsið var reist árið 2008 og stendur á tæplega hálfs hektara leigulóð hátt í hlíðinni, en þaðan er glæsilegt til fjalla og jökla.
Við Brekkubyggð 2 í Borgarfirði er að finna 126 fm sumarhús sem hannað var af Birni Skaptasyni hjá Atelier arkitektum. Húsið var reist árið 2008 og stendur á tæplega hálfs hektara leigulóð hátt í hlíðinni, en þaðan er glæsilegt til fjalla og jökla.
Við Brekkubyggð 2 í Borgarfirði er að finna 126 fm sumarhús sem hannað var af Birni Skaptasyni hjá Atelier arkitektum. Húsið var reist árið 2008 og stendur á tæplega hálfs hektara leigulóð hátt í hlíðinni, en þaðan er glæsilegt til fjalla og jökla.
Sumarhúsið hefur verið innréttað á smekklegan og stílhreinan máta. Í björtu alrými eru eldhús, stofa og borðstofa samliggjandi, en gólfsíðir gluggar og aukin lofthæð gefa rýminu mikinn sjarma og glæsibrag.
Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Umhverfis sumarhúsið er svo 20 fm pallur með hálf-yfirbyggðum heitum potti og grillstöðu sem er að hluta yfirbyggð, en þar fær kvöldsólin að njóta sín til fulls og sjónarspilið því oft glæsilegt frá pallinum.
Á lóðinni eru einnig nokkur minni hús, þar á meðal saunahús, eldstæðishús og gróðurhús.