Tekjuhæsti Íslendingurinn bauð í einkapartý á svölunum hjá sér

Hverjir voru hvar | 22. ágúst 2023

Tekjuhæsti Íslendingurinn bauð í einkapartý á svölunum hjá sér

Tekjuhæsti Íslendingurinn, Haraldur Þorleifsson, bauð í einstakt teiti heim til sín á Menningarnótt. Haraldur býr ásamt eiginkonu sinni, Margréti Rut Eddudóttur listamanni, í þakíbúð við Tryggvagötu sem áður var í eigu Karls Steingrímssonar sem oft er kenndur við Pelsinn. 

Tekjuhæsti Íslendingurinn bauð í einkapartý á svölunum hjá sér

Hverjir voru hvar | 22. ágúst 2023

Haraldur Þorleifsson bauð í teiti á Menningarnótt á svölunum heima …
Haraldur Þorleifsson bauð í teiti á Menningarnótt á svölunum heima hjá sér. mbl.is/Ásdís

Tekjuhæsti Íslendingurinn, Haraldur Þorleifsson, bauð í einstakt teiti heim til sín á Menningarnótt. Haraldur býr ásamt eiginkonu sinni, Margréti Rut Eddudóttur listamanni, í þakíbúð við Tryggvagötu sem áður var í eigu Karls Steingrímssonar sem oft er kenndur við Pelsinn. 

Tekjuhæsti Íslendingurinn, Haraldur Þorleifsson, bauð í einstakt teiti heim til sín á Menningarnótt. Haraldur býr ásamt eiginkonu sinni, Margréti Rut Eddudóttur listamanni, í þakíbúð við Tryggvagötu sem áður var í eigu Karls Steingrímssonar sem oft er kenndur við Pelsinn. 

Har­ald­ur er stofn­andi hönn­un­ar­stof­unn­ar Ueno og fyrr­ver­andi yf­ir­maður hjá banda­ríska tækn­iris­an­um Twitter. Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var hann sá allra tekjuhæsti 2021 með um 46 millj­ón­ir króna í mánaðar­tekj­ur á síðasta ári.

Eft­ir að Har­ald­ur hætti störf­um hjá Twitter hef­ur hann meðal ann­ars opnað veit­ingastað, gefið út eig­in tónlist og staðið fyr­ir upp­bygg­ingu betri innviða fyr­ir þá sem not­ast við hjóla­stól.

Megastuð! 

Haraldur og Margrét Edda fengu hljómsveitina FM Belfast til að spila á þaksvölum sínum og eins og sjá má á myndbandi sem hann deildi á Twitter þá var þetta eitt besta teiti Menningarnæturinnar.

Haraldur og Margrét vinna bæði í skapandi greinum og augljóst að það að hanna stemningu er ekki síður þeirra sérsvið. 

mbl.is