Auðvitað íþyngjandi fyrir heimilin

Vextir á Íslandi | 23. ágúst 2023

Auðvitað íþyngjandi fyrir heimilin

„Ég átti kannski alveg eins von á því að þetta myndi hækka eitthvað. Við höfum auðvitað séð verðbólguna lækka til þessa. Í fjárlögunum sem við erum að leggja fram styðjum við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,5%.

Auðvitað íþyngjandi fyrir heimilin

Vextir á Íslandi | 23. ágúst 2023

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist hafa skilning á ákvörðun peningastefnunefndar …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist hafa skilning á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans en segir á sama tíma sé hún íþyngjandi fyrir heimilin og skuldsett fyrirtæki. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég átti kannski alveg eins von á því að þetta myndi hækka eitthvað. Við höfum auðvitað séð verðbólguna lækka til þessa. Í fjárlögunum sem við erum að leggja fram styðjum við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,5%.

„Ég átti kannski alveg eins von á því að þetta myndi hækka eitthvað. Við höfum auðvitað séð verðbólguna lækka til þessa. Í fjárlögunum sem við erum að leggja fram styðjum við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,5%.

Hann segir ríkisstjórnina munu gera frekari grein fyrir áherslum sínum á næstu dögum. 

„Ég held það sé mikilvægt að við tökum höndum saman og náum niður verðbólgunni og styttum þann tíma sem við búum við svona hátt stýrivaxtastig og þar með vaxtastig og komast í vaxtalækkunarferli. Ég hef skilning á þessari ákvörðun en hún er auðvitað íþyngjandi fyrir heimili og skuldsett fyrirtæki,“ segir Sigurður Ingi.

Blaðamaður ræddi við ráðherra skömmu eftir að hann tók fyrstu skóflustunguna að framkvæmdum vegna Arnarnesvegar. 

Allir verði að leggja hönd á plóg

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hækka og einnig ríkisstjórnin fyrir að grípa ekki til umfangsmeiri aðgerða til þess að lækka vaxtastig í landinu.

„Við  höfum fyrst og fremst væntingar um að allir séu tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Það þýðir að það er ekki bara Seðlabankinn sem gerir þetta með stýrivaxtahækkunum eða ríkisstjórnin með aðhaldi í sínum fjármálum heldur þurfa fyrirtæki og þeir sem verðleggja vörur og þjónustu, og síðan aðilar vinnumarkaðarins í launasamningum að gæta ákveðins hófs til þess að við náum tökum á þessu. Þetta er sameiginlegt verkefni allra,“ segir Sigurður Ingi. 

Meiri kjarabót að lækka vaxtastig

„Ég held að allir Íslendingar, sama hvort þeir séu skuldsettir eður ei, séu sammála um að við þurfum að komast niður með verðbólguna sem fyrst til að komast í lægra vaxtastig. Það sé miklu stærri kjarabót heldur en að þurfa að þola eina stýrivaxtahækkunina enn,“ bætir hann við. 

Spurður hvort að ríkisstjórnin íhugi að stíga inn ef vextir verða hækkaðir í 15. eða 16. sinn í viðbót segir Sigurður að ríkisstjórnin hafi fylgst vel með því allan tímann. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því að þetta kælir húsnæðismarkaðinn mjög mikið á meðan okkur fjölgar hér á Íslandi og þurfum þar af leiðandi að byggja frekar meira en minna,“ segir Sigurður Ingi. 

Hann segir ríkisstjórnina hafa einbeitt sér að þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem hún hefur tök á. Það feli í sér að byggja yfir þá allra tekjulægstu, hvort sem það eru leiguhúsnæði í almenna íbúðakerfinu eða að styðja við þau sem geta keypt sér hlutdeildarlánakerfinu. 

„Þar höfum við verið að taka til ákveðinnar sóknar. Á sama tíma er það auðvitað erfitt fyrir almenning allan að kaupa sér húsnæði,“ segir Sigurður Ingi.

mbl.is