Egill kom Írisi á óvart í borg ástarinnar

Íslendingar í útlöndum | 23. ágúst 2023

Egill kom Írisi á óvart í borg ástarinnar

Fyrirsætan Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og athafnamaðurinn Egill Halldórsson áttu ljúfa helgi í borg ástarinnar, París í Frakklandi, en tilefni ferðarinnar var afmæli Írisar. 

Egill kom Írisi á óvart í borg ástarinnar

Íslendingar í útlöndum | 23. ágúst 2023

Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og Egill Halldórsson áttu ljúfa helgi …
Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og Egill Halldórsson áttu ljúfa helgi í borg ástarinnar. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og athafnamaðurinn Egill Halldórsson áttu ljúfa helgi í borg ástarinnar, París í Frakklandi, en tilefni ferðarinnar var afmæli Írisar. 

Fyrirsætan Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og athafnamaðurinn Egill Halldórsson áttu ljúfa helgi í borg ástarinnar, París í Frakklandi, en tilefni ferðarinnar var afmæli Írisar. 

Íris Freyja og Egill hafa verið dugleg að ferðast frá því þau kynntust fyrir rúmu ári síðan. Í sumar heimsóttu þau ótal töfrandi staði bæði hérlendis og erlendis, til dæmis Þórsmörk, Kerlingarfjöll, Skaftafell, Róm, Mílanó og Sardiníu svo eitthvað sé nefnt. 

„Alltof heppin með kærasta“

Síðastliðna helgi kom Egill kærustu sinni verulega á óvart þegar hann bauð henni í óvænta afmælisferð til Parísar. 

„Besta og fallegasta afmælishelgin. Alltof heppin með kærasta sem planaði óvænta ferð fyrir okkur til Parísar,“ skrifaði Íris við myndaröð frá ferðinni á Instagram. Parið virtist eiga ljúfar stundir í borginni þar sem þau fóru meðal annars á Louvre-safnið, skoðuðu Notre-Dame og heimsóttu Eiffel-turninn.

mbl.is