Kári Sverriss ljósmyndari opnaði sýningu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Sýningin nefnist Listin að vera ég en þar fékk hann fólk til að segja frá drifkraftinum sem býr innra með því og hvernig það lifði lífi sínu.
Kári Sverriss ljósmyndari opnaði sýningu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Sýningin nefnist Listin að vera ég en þar fékk hann fólk til að segja frá drifkraftinum sem býr innra með því og hvernig það lifði lífi sínu.
Kári Sverriss ljósmyndari opnaði sýningu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Sýningin nefnist Listin að vera ég en þar fékk hann fólk til að segja frá drifkraftinum sem býr innra með því og hvernig það lifði lífi sínu.
Kári bauð í útgáfuboð á Sólon þar sem fjöldi fólks mætti og samfagnaði með honum. Kári fékk hugmyndina að sýningunni fyrir áratug og hefur síðan unnið í því að útfæra hana á þennan listilega hátt. Kári tók allar myndirnar á sýningunni en fékk Sigrúnu Ásu Jörgensen til að stílisera myndirnar.
Guðný Björg Hallgrímsdóttir, Sunna Björk Erlingsdóttir og Vigdís Ingibjörg Ásgeirsdóttir sáu um förðun og Andrea Ruth Andrésdóttir, Brynja Siggeirsdóttir, Íris Hrund Stefánsdóttir og Joséphine Hoy sáu um hárið á fyrirsætunum. Ásgeir Ólafsson og Hafsteinn Snær Þorsteinsson voru aðstoðarljósmyndarar og Jenný Huld Þorsteinsdóttir sá um grafíska hönnun sýningarinnar. Framleiðandi hennar er Sólborg Guðbrandsdóttir.
Kári hefur notið velgengni í faginu hérlendis og erlendis og myndað fyrir heimfræg vörumerki og tískutímarit.