Fordæma fjórtándu hækkun Seðlabankans

Vextir á Íslandi | 23. ágúst 2023

Fordæma fjórtándu hækkun Seðlabankans

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma fjórtándu vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í röð og lýsa áhyggjum af afdrifum heimila sem ekki standa undir sífelldum vaxtahækkunum. 

Fordæma fjórtándu hækkun Seðlabankans

Vextir á Íslandi | 23. ágúst 2023

mbl.is/Sigurður Bogi

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma fjórtándu vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í röð og lýsa áhyggjum af afdrifum heimila sem ekki standa undir sífelldum vaxtahækkunum. 

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma fjórtándu vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í röð og lýsa áhyggjum af afdrifum heimila sem ekki standa undir sífelldum vaxtahækkunum. 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína nú í morgun. Ákveðið var að hækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 9,25%.

Flýja yfir í verðtryggð lán

Í tilkynningunni frá Hagsmunasamtökum heimilanna segir að greiðslubyrði húsnæðislána hafi margfaldast og að eina lausn margra heimila sé að flýja yfir í verðtryggð lán í von um skjól. 

„Verðtryggð lán veita eingöngu tímabundið svikaskjól en það mun hverfa áður en langt um líður og þá munu tugþúsundir heimila standa á berangri, varnarlaus fyrir ásókn banka, sem eins og dæmin sanna munu ekki hika við að hirða af þeim húsnæðið og senda þau á götuna,“  segir í tilkynningunni. 

Krefjast samtökin þess að vaxtalækkunarferli hefjist án tafar áður en skaðinn verði meiri. 

„Hagsmunasamtök heimilanna lýsa fullri ábyrgð á hendur þeim einstaklingum sem sitja í peningastefnunefnd og ráðherrum í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, á skelfilegum afleiðingum þessara aðgerða þegar skjól verðtryggingarinnar hverfur og heimilin sitja föst í gildrunni sem nú er verið að leggja fyrir þau.“

mbl.is