Síðustu 12 mánuði hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 6,3% miðað við vísitölu neysluverðs. Í nágrenni þess hefur raunverð lækkað um 3,1%. Annars staðar á landinu hefur raunverð hækkað um 1,5% síðustu 12 mánuði.
Síðustu 12 mánuði hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 6,3% miðað við vísitölu neysluverðs. Í nágrenni þess hefur raunverð lækkað um 3,1%. Annars staðar á landinu hefur raunverð hækkað um 1,5% síðustu 12 mánuði.
Síðustu 12 mánuði hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 6,3% miðað við vísitölu neysluverðs. Í nágrenni þess hefur raunverð lækkað um 3,1%. Annars staðar á landinu hefur raunverð hækkað um 1,5% síðustu 12 mánuði.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,8% í júlí. Lækkun á sérbýli var 2,8% en lækkun á fjölbýli 0,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 1,2% en verð á sérbýli hækkað um 0,3%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins stendur verðið í stað milli mánaða á meðan annars staðar á landinu lækkaði það um 1,1% milli mánaða.
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um rúm 31% í ár miðað við sama tímabil á síðasta ári. Gerðir voru 1.793 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði á landinu samanborið við 2.603 samninga í fyrra.
Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði lítillega í júní frá fyrri mánuði. Gerðir voru samtals 698 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði í júní samanborið við 643 samninga í maí.
Í júlí komu 393 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu og samtals hafa 2.038 nýbyggðar íbúðir komið inn á markað til þessa á árinu.
Í maí voru 37 fyrirtæki í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð úrskurðuð gjaldþrota og var þetta þriðji mánuðurinn á árinu sem gjaldþrotin voru fleiri en 30. Sé miðað við 6 mánaða hlaupandi árstíðaleiðrétt meðaltal hafa gjaldþrot í greininni ekki verið fleiri síðan árið 2012.