Forstjóraskipti við Kleifakór

Heimili | 25. ágúst 2023

Forstjóraskipti við Kleifakór

Við Kleifakór 19 í Kópavogi stendur einstakt glæsihús sem byggt var 2006. Húsið er 357 fm að stærð og var ekkert til sparað þegar húsið var hannað. Jón Þorgrímur Stefánsson forstjóri Netapp flutti til Flórída á dögunum ásamt eiginkonu sinni og því var húsið sett á sölu. 

Forstjóraskipti við Kleifakór

Heimili | 25. ágúst 2023

Við Kleifakór 19 í Kópavogi stendur glæsihús sem byggt var …
Við Kleifakór 19 í Kópavogi stendur glæsihús sem byggt var 2006. Ljósmynd/Samsett

Við Kleifakór 19 í Kópavogi stendur einstakt glæsihús sem byggt var 2006. Húsið er 357 fm að stærð og var ekkert til sparað þegar húsið var hannað. Jón Þorgrímur Stefánsson forstjóri Netapp flutti til Flórída á dögunum ásamt eiginkonu sinni og því var húsið sett á sölu. 

Við Kleifakór 19 í Kópavogi stendur einstakt glæsihús sem byggt var 2006. Húsið er 357 fm að stærð og var ekkert til sparað þegar húsið var hannað. Jón Þorgrímur Stefánsson forstjóri Netapp flutti til Flórída á dögunum ásamt eiginkonu sinni og því var húsið sett á sölu. 

Það má segja að það hafi orðið forstjóraskipti á fasteigninni því þegar forstjóri Netapp flutti út flutti forstjóri Alp inn. Forstjóri Alp, Hjálmar Þröstur Pétursson, og eiginkona hans Judit Traustadóttir, festu kaup á húsinu 9. ágúst og greiddu 202.000.000kr. fyrir húsið. 

Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar.
Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Húsið er sannkölluð glæsivilla eins og sagt er en þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. 

Í eld­hús­inu er hvít sprautu­lökkuð inn­rétt­ing með stein­borðplöt­um. Í eld­hús­inu er lang­ur bekk­ur sem ger­ir það að verk­um að það er hægt að koma mörg­um mann­eskj­um við eld­hús­borðið og því er húsið tilvalið til veisluhalda. 

Smartland óskar Hjálmari og Judit til hamingju með húsið! 

Stórir gluggar og mikil lofthæð einkennir húsið.
Stórir gluggar og mikil lofthæð einkennir húsið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is