Wagner-hópurinn búinn að vera

Rússland | 25. ágúst 2023

Wagner-hópurinn búinn að vera

Rússneski málaliðahópurinn Wagner er búinn að vera að mati varnarmálaráðherra Úkraínu, en stofnandi hópsins, Jevgení Prigósjín, er talinn af eftir flugslys. Hópurinn sakar stjórnvöld í Rússlandi um að hafa skotið flugvélina niður. AFP-fréttastofan greinir frá.

Wagner-hópurinn búinn að vera

Rússland | 25. ágúst 2023

Hópurinn sakar stjórnvöld í Kreml um að bera ábyrgð á …
Hópurinn sakar stjórnvöld í Kreml um að bera ábyrgð á slysinu. AFP/ Olga Maltseva

Rússneski málaliðahópurinn Wagner er búinn að vera að mati varnarmálaráðherra Úkraínu, en stofnandi hópsins, Jevgení Prigósjín, er talinn af eftir flugslys. Hópurinn sakar stjórnvöld í Rússlandi um að hafa skotið flugvélina niður. AFP-fréttastofan greinir frá.

Rússneski málaliðahópurinn Wagner er búinn að vera að mati varnarmálaráðherra Úkraínu, en stofnandi hópsins, Jevgení Prigósjín, er talinn af eftir flugslys. Hópurinn sakar stjórnvöld í Rússlandi um að hafa skotið flugvélina niður. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Það er enginn Wagner-hópur efir, en fyrir ári síðan voru þeir öflugur bardagahópur,“ sagði Oleksi Reznikov, varnarmálaaráðherra Úkraínu í samtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag.

„Þeir eru búnir að vera,“ sagði hann jafnframt.

Prigó­sjín, sem eitt sinn var bandamaður Vladimír Pútín Rúss­lands­for­seta, fór fyr­ir mis­heppnaðri vald­aránstilraun gegn Pútín í júní og hef­ur andað köldu milli þeirra tveggja und­an­far­in miss­eri. Varnarmálaráðherrann telur engu að síður að dauði Prigósjín veiki Pútín

Stjórnvöld í Kreml neita að hafa átt þátt í dauða Prigósjín og segja að ásakanir um ábyrgð þeirra á slysinu séu algjör lygi.

mbl.is