Úrskurðaður látinn

Úkraína | 27. ágúst 2023

Úrskurðaður látinn

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, hefur verið úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn á líkum farþeganna í einkaþotunni sem fórst skammt frá Moskvu á miðvikudag. Hann var á meðal skráðra farþega í vélinni.

Úrskurðaður látinn

Úkraína | 27. ágúst 2023

Jevgení Prigósjín.
Jevgení Prigósjín. AFP

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, hefur verið úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn á líkum farþeganna í einkaþotunni sem fórst skammt frá Moskvu á miðvikudag. Hann var á meðal skráðra farþega í vélinni.

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, hefur verið úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn á líkum farþeganna í einkaþotunni sem fórst skammt frá Moskvu á miðvikudag. Hann var á meðal skráðra farþega í vélinni.

BBC greinir frá.

Rannsóknarnefnd hefur staðfest að kennsl hafi verið borin á öll fórnarlömbin og að nöfn þeirra stemmi við farþegalistann.

Einkaþota málaliðaleiðtogans féll til jarðar með þeim afleiðingum að allir farþegar og áhöfn hennar létust.

Stjórnvöld í Rússlandi hafa neitað öllum getgátum um að þau hafi valdið slysinu.

mbl.is