Maður, sem hefur sænskan og rússneskan ríkisborgararétt og var handtekinn í Stokkhólmi í nóvember, hefur verið ákærður fyrir njósnir í Svíþjóð.
Maður, sem hefur sænskan og rússneskan ríkisborgararétt og var handtekinn í Stokkhólmi í nóvember, hefur verið ákærður fyrir njósnir í Svíþjóð.
Maður, sem hefur sænskan og rússneskan ríkisborgararétt og var handtekinn í Stokkhólmi í nóvember, hefur verið ákærður fyrir njósnir í Svíþjóð.
Sergei Skvortsjov er sextugur og var lögregla með mikinn viðbúnað er hann var handtekinn á heimili sínu í Stokkhólmi í fyrra.
Hann hefur verið ákærður fyrir „ólöglega njósnastarfsemi“ gegn Bandaríkjunum og Svíþjóð í áratug.
SVT greinir frá því að Skvortsjov hafi tengsl við rússnesku leyniþjónustuna GRU. Saksóknari telur að njósnir hans hafi ógnað öruggi Bandaríkjanna og Svíþjóðar verulega.
Ákæran sem var lögð á hendur Skvortsjov í héraðsdómi er í tveimur liðum. Annar liðurinn snýr að njósnum gegn Svíþjóð og hins vegar gegn erlendu ríki, þ.e.a.s. Bandaríkjunum.
Eiginkona hans var einnig grunuð um njósnir en fallið var frá rannsókn á hendur henni.
Skvortsjov flutti til Svíþjóðar frá Rússlandi fyrir 25 árum og fékk sænskan ríkisborgararétt árið 2012.
Skvortsjov neitar sök en saksóknari og lögregla munu halda blaðamannafund klukkan 13.30 á staðartíma vegna málsins.
Áætlað er að réttarhöld í málinu hefjist 4. september og standi yfir í viku.