Segjast hafa handtekið rússneskan uppljóstrara

Rússland | 28. ágúst 2023

Segjast hafa handtekið rússneskan uppljóstrara

Rússnesk stjórnvöld greindu frá því í dag að rússneskur ríkisborgari og fyrrverandi starfsmaður ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Vladívostok hafi verið handtekinn fyrir að hafa lekið upplýsingum um Úkraínustríðið til bandarískra diplómata. 

Segjast hafa handtekið rússneskan uppljóstrara

Rússland | 28. ágúst 2023

Frá Rauða torginu í Moskvu.
Frá Rauða torginu í Moskvu. AFP/Natalia Kolesnikova

Rússnesk stjórnvöld greindu frá því í dag að rússneskur ríkisborgari og fyrrverandi starfsmaður ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Vladívostok hafi verið handtekinn fyrir að hafa lekið upplýsingum um Úkraínustríðið til bandarískra diplómata. 

Rússnesk stjórnvöld greindu frá því í dag að rússneskur ríkisborgari og fyrrverandi starfsmaður ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Vladívostok hafi verið handtekinn fyrir að hafa lekið upplýsingum um Úkraínustríðið til bandarískra diplómata. 

Í yfirlýsingu rússnesku leyniþjónustunnar (FSB) sagði að komið hafi verið í veg fyrir „ólögmæt athæfi Robert Robertovitsj Shonov“ sem á að hafa verið uppljóstrari fyrir bandaríska sendiráðið í Moskvu. 

Í yfirlýsingunni sagði að Shonov hafi byrjað að afhenda bandarískum diplómötum gögn í september um stríðið í Úkraínu.

Þá á Shonov að hafa verið falið að meta andstöðu við Rússlandsstjórn í héruðum landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram á næsta ári. 

Shonov á að hafa lekið upplýsingunum til Jeffrey Silin og David Bernstein sem störfuðu í stjórnmáladeild bandaríska sendiráðsins í Moskvu. FSB gerir ráð fyrir að ræða við mennina tvo. 

 

mbl.is