Áratugi að eignast hús á Kársnesi

Húsnæðismarkaðurinn | 29. ágúst 2023

Áratugi að eignast hús á Kársnesi

Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) hefur síðustu áratugi smátt og smátt eignast núverandi húsnæði á Bakkabraut 4 og Bryggjuvör 2 á Kársnesi. Hjálparsveitin seldi nýverið Kópavogsbæ eignirnar á 790 milljónir króna. Samhliða sölunni keypti hún lóðina Tónahvarf 8 af Kópavogsbæ á 100 milljónir króna og er uppbygging nýrra höfuðstöðva á þeirri lóð hafin.

Áratugi að eignast hús á Kársnesi

Húsnæðismarkaðurinn | 29. ágúst 2023

HSSK var áratugi að eignast húsnæði á Kársnesi.
HSSK var áratugi að eignast húsnæði á Kársnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) hefur síðustu áratugi smátt og smátt eignast núverandi húsnæði á Bakkabraut 4 og Bryggjuvör 2 á Kársnesi. Hjálparsveitin seldi nýverið Kópavogsbæ eignirnar á 790 milljónir króna. Samhliða sölunni keypti hún lóðina Tónahvarf 8 af Kópavogsbæ á 100 milljónir króna og er uppbygging nýrra höfuðstöðva á þeirri lóð hafin.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) hefur síðustu áratugi smátt og smátt eignast núverandi húsnæði á Bakkabraut 4 og Bryggjuvör 2 á Kársnesi. Hjálparsveitin seldi nýverið Kópavogsbæ eignirnar á 790 milljónir króna. Samhliða sölunni keypti hún lóðina Tónahvarf 8 af Kópavogsbæ á 100 milljónir króna og er uppbygging nýrra höfuðstöðva á þeirri lóð hafin.

Gunnlaugur Einar Briem, stjórnarmaður og gjaldkeri HSSK, segir hjálparsveitina hafa átt Bryggjuvör 2 í áratugi. Sú bygging er fyrir ofan Bakkabraut 4 en síðarnefnda byggingin er gegnt smábátahöfninni.

Upp úr aldamótum hafi sveitin síðan eignast 130 fermetra iðnaðarbil, endabil, á Bakkabraut 4 en það er kallað „bátaskýli“ í kaupsamningi.

„Síðan kemur hrunið og Drómi eignast restina [af Bakkabraut 4] sem við áttum ekki. Árin á undan höfðu komið til okkar menn með fullar töskur af peningum en við höfðum engan áhuga á að selja, okkur leið vel þar sem við vorum. Svo eftir hrun vildum við snúa dæminu við og kaupa restina af Bakkabrautinni því okkur vantaði orðið meira pláss. Við keyptum því restina af húsinu af Dróma.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is