Handtekinn fyrir að selja búnað til Rússa

Rússland | 29. ágúst 2023

Handtekinn fyrir að selja búnað til Rússa

Þýska lögreglan hefur handtekið þýsk-rússneskan karlmann sem er grunaður um að hafa selt rafeindabúnað til Rússa sem má nýta til að smíða hergögn, m.a. árásardróna sem rússneski herinn beitir nú í Úkraínu. 

Handtekinn fyrir að selja búnað til Rússa

Rússland | 29. ágúst 2023

AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið þýsk-rússneskan karlmann sem er grunaður um að hafa selt rafeindabúnað til Rússa sem má nýta til að smíða hergögn, m.a. árásardróna sem rússneski herinn beitir nú í Úkraínu. 

Þýska lögreglan hefur handtekið þýsk-rússneskan karlmann sem er grunaður um að hafa selt rafeindabúnað til Rússa sem má nýta til að smíða hergögn, m.a. árásardróna sem rússneski herinn beitir nú í Úkraínu. 

Maðurinn, sem er nefndur á nafn sem Waldemar W., rekur fyrirtæki í vesturhluta Þýskalands sem hann notaði til að senda rafeindabúnað til Rússlands í alls 26 skipti. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þýska saksóknaraembættinu sem segir enn fremur frá því að meðal þess sem maðurinn sendi var efniviður sem er notaður í Orlan 10-dróna rússneska hersins. 

mbl.is