Haukur og Ragnhildur Steinunn leigja húsið á Airbnb

Heimili | 29. ágúst 2023

Haukur og Ragnhildur Steinunn leigja húsið á Airbnb

Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur, leigja út einbýlishús sitt á Airbnb.com. Hjónin festu kaup á húsinu 2013 og hafa síðan þá gert það upp á smekklegan hátt.

Haukur og Ragnhildur Steinunn leigja húsið á Airbnb

Heimili | 29. ágúst 2023

Haukur Ingi og Ragnhildur Steinunn leigja út einbýlishús sitt á …
Haukur Ingi og Ragnhildur Steinunn leigja út einbýlishús sitt á Airbnb.com. Samsett mynd

Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur, leigja út einbýlishús sitt á Airbnb.com. Hjónin festu kaup á húsinu 2013 og hafa síðan þá gert það upp á smekklegan hátt.

Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur, leigja út einbýlishús sitt á Airbnb.com. Hjónin festu kaup á húsinu 2013 og hafa síðan þá gert það upp á smekklegan hátt.

Hjónin leigja húsið út á 60.000 krónur fyrir nóttina á gengi dagsins í dag.

Í húsinu er pláss fyrir fimm gesti og eru þrjú svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi. Við húsið er stór og myndarlegur garður með stórum svölum sem byggðar voru fyrir nokkrum árum. Það ætti því að fara vel um alla sem nýta þennan gistimöguleika í Reykjavík en húsið er í vesturbænum. 

HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Það er margt í gangi hjá hjónunum því í vor bárust þær fréttir að þau hefðu fest kaup á tveimur verslunum, DUXIANA og Gegnum glerið, sem báðar eru staðsettar við Ármúla í Reykjavík. Hjónin festu kaup á verslununum í félagi við Marinu Vigdísi Nardini og Jón Helga Erlendsson. 

mbl.is