Fjármálasérfræðingurinn Eric Schiffer spáir því að Meghan hertogaynja af Sussex gæti þénað allt að milljón bandaríkjadala, sem nemur rúmum 132 milljónum króna, fyrir eina færslu á Instagram.
Fjármálasérfræðingurinn Eric Schiffer spáir því að Meghan hertogaynja af Sussex gæti þénað allt að milljón bandaríkjadala, sem nemur rúmum 132 milljónum króna, fyrir eina færslu á Instagram.
Fjármálasérfræðingurinn Eric Schiffer spáir því að Meghan hertogaynja af Sussex gæti þénað allt að milljón bandaríkjadala, sem nemur rúmum 132 milljónum króna, fyrir eina færslu á Instagram.
Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að Meghan hefði tryggt sér notendanafnið @meghan á Instagram, en hún hefur ekki verið með eigin reikning á Instagram frá því hún giftist Harry prins.
„Ég myndi búast við því að hún yrði fljótt einn af þeim reikningum sem eru með flesta fylgjendur á Instagram. Þegar þú ert með orðstír eins og Kardashian-systurnar þá getur þú þénað milljón bandaríkjadala eða meira fyrir eina færslu með því að kynna vöru,“ sagði Schiffer í samtali við Daily Mail.
Hann segi Meghan þó þurfa að fara „varlega“ ef hún ákveður að stofna reikning einn daginn og velja vel hvaða vörur hún ákveður að kynna á síðunni sinni. „Hún þarf að samræmast gæðavörumerkjum og fyrirtækjum sem eru í takt við pólitíska og félagslega trú hennar,“ sagði Schiffer.