Brynja og Þórhallur leigja út húsið á Airbnb

Heimili | 30. ágúst 2023

Brynja og Þórhallur leigja út húsið á Airbnb

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, og Brynja Nordquist, flugfreyja og fyrirsæta, búa í einstaklega fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Nú er húsið komið á útleiguvefinn Airbnb.com. 

Brynja og Þórhallur leigja út húsið á Airbnb

Heimili | 30. ágúst 2023

Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson hafa sett hús sitt á …
Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson hafa sett hús sitt á Airbnb.com. Samsett mynd

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, og Brynja Nordquist, flugfreyja og fyrirsæta, búa í einstaklega fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Nú er húsið komið á útleiguvefinn Airbnb.com. 

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, og Brynja Nordquist, flugfreyja og fyrirsæta, búa í einstaklega fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Nú er húsið komið á útleiguvefinn Airbnb.com. 

Þar kemur fram að húsið sé ætlað fyrir tvo gesti og kostar nóttin 217 dollara eða um 28.000 kr. á gengi dagsins í dag. Í húsinu er eitt hjónaherbergi og eitt baðherbergi. Stofa, eldhús og borðstofa eru á sömu hæð og flæðir vel á milli rýma. 

Hjónin eru mjög mikið smekkfólk en fyrir um tveimur áratugum var Þórhallur þáttastjórnandi í Innlit/Útlit ásamt hinni brosmildu Völu Matt. Brynja hefur í gegnum tíðina verið fastagestur á listum yfir best klædda fólk landsins. 

Heimilið tekur mið af þessu og er engin feilnóta slegin í innanhússhönnun þar sem gömlum hlutum er gert hátt undir höfði. 

HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu.
Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Ljósmynd/Airbnb.com
Í stofunni er hvítur sófi og bastmotta sem setja svip …
Í stofunni er hvítur sófi og bastmotta sem setja svip á rýmið. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is