Ítalska prinsessan Maria Chiara af Bourbon-Two Sicilies opnar sig um samband sitt við Kristján prins af Danmörku á samfélagsmiðlum.
Ítalska prinsessan Maria Chiara af Bourbon-Two Sicilies opnar sig um samband sitt við Kristján prins af Danmörku á samfélagsmiðlum.
Ítalska prinsessan Maria Chiara af Bourbon-Two Sicilies opnar sig um samband sitt við Kristján prins af Danmörku á samfélagsmiðlum.
Hin átján ára prinsessa setti inn yfirlýsingu um sambandið á Instagram á þremur tungumálum, ítölsku, ensku og frönsku.
„Ég vil koma málum á hreint en það eru margar sögusagnir í gangi um mig sem eru ekki á rökum reistar. Ég og Kristján prins erum nánir vinir. En mjög misvísandi upplýsingar eru á sveimi. Fyrst fékk þetta mig til þess að brosa en eftir því sem á leið þá hafa þessar sögusagnir gengið full langt, út fyrir mörk almenns skynsemis og úr takti við veruleikann.“
„Nú er kominn tími til þess að binda endahnút á þessar sögur sem hafa verið á sveimi. Þegar mikilvægir atburðir eiga sér stað í mínu lífi þá mun ég glöð deila þeim með ykkur. Þó að við elskum öll að dreyma um ævintýri, þá er það raunveruleikinn sem skiptir höfuðmáli.“