Drottningin gerist búningahönnuður fyrir Netflix

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. ágúst 2023

Drottningin gerist búningahönnuður fyrir Netflix

Margrét Þórhildur Danadrottning er búninga- og leikmyndahönnuður fyrir dönsku kvikmyndina Ehrengard: The Art of Seduction sem frumsýnd verður á Netflix þann 14. september.

Drottningin gerist búningahönnuður fyrir Netflix

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. ágúst 2023

Margrét Þórhildur Danadrottning er mikil listakona.
Margrét Þórhildur Danadrottning er mikil listakona. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning er búninga- og leikmyndahönnuður fyrir dönsku kvikmyndina Ehrengard: The Art of Seduction sem frumsýnd verður á Netflix þann 14. september.

Margrét Þórhildur Danadrottning er búninga- og leikmyndahönnuður fyrir dönsku kvikmyndina Ehrengard: The Art of Seduction sem frumsýnd verður á Netflix þann 14. september.

„Drottningin hefur um langa hríð sinnt listsköpun af miklum móð, hvort sem um er að ræða myndlist, textíll, klippimyndir eða útsaumur. Hún er heiðursmeðlimur danskra leikmyndahönnuða enda á að baki margra ára vinnu sem leikmyndahönnuður í heimi danskra sviðslista,“ segir í kynningartexta myndarinnar.

Ehrengard: The Art of Seduction er byggð á sögu Karen Blixen.

„Sögur Karen Blixen hafa alltaf heillað mig og ég er mjög ánægð með að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði drottningin þegar tilkynnt var um þátttöku hennar í verkefninu.

Drottningin hefur útbúið 70 klippimyndir fyrir leikmyndina og hannað búninga fyrir meðal annars leikarana Sidse Babett Knudsen og Mikkel Boe Folsgaard.

Saman móta myndir drottningar eina heild sem skapa ímyndaða veröld sem fangar anda myndarinnar.

Þessi verk drottningar verða auk þess til sýnis í safni Karen Blixen frá 6. október og stendur til 30. apríl 2024.

Margrét Þórhildur hannaði búninga fyrir kvikmyndina Ehrengard.
Margrét Þórhildur hannaði búninga fyrir kvikmyndina Ehrengard. Skjáskot/Instagram
Margrét Danadrottning notaðist við klippimyndir til að skapa rétta andann …
Margrét Danadrottning notaðist við klippimyndir til að skapa rétta andann í kvikmyndinni. Skjáskot/Instagram
Verk drottningarinnar verða til sýnis í Karen Blixen safninu frá …
Verk drottningarinnar verða til sýnis í Karen Blixen safninu frá 6. október. Skjáskot/Instagram
Drottningunni er margt til lista lagt og teikningar hennar vel …
Drottningunni er margt til lista lagt og teikningar hennar vel unnar. Skjáskot/Instagram
mbl.is