Fékk ekki stuðninginn sem hann þurfti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. ágúst 2023

Fékk ekki stuðninginn sem hann þurfti

Harry prins segist ekki hafa fengið stuðninginn sem hann þurfti, hvorki eftir dauðsfall móður sinnar né eftir dvöl sína í Afganistan. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum Harrys á Netflix um Invictus leikana.

Fékk ekki stuðninginn sem hann þurfti

Kóngafólk í fjölmiðlum | 31. ágúst 2023

Harry prins á pólómóti í Singapúr fyrir skömmu.
Harry prins á pólómóti í Singapúr fyrir skömmu. AFP

Harry prins segist ekki hafa fengið stuðninginn sem hann þurfti, hvorki eftir dauðsfall móður sinnar né eftir dvöl sína í Afganistan. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum Harrys á Netflix um Invictus leikana.

Harry prins segist ekki hafa fengið stuðninginn sem hann þurfti, hvorki eftir dauðsfall móður sinnar né eftir dvöl sína í Afganistan. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum Harrys á Netflix um Invictus leikana.

„Enginn í kringum mig gat hjálpað. Ég hafði hvorki stuðningsnet né einhvers konar ráðgjöf sem hefði getað borið kennsl á það sem hrjáði mig í raun og veru.“

„Því miður, eins og hjá svo mörgum, þá íhugar maður ekki sálfræðimeðferð fyrr en maður liggur á gólfinu í fósturstellingu og óskar þess að hafa tekist á við málin miklu fyrr. Þessu vil ég breyta,“ segir Harry.

„Eftir að ég sneri heim frá Afganistan þá kom margt upp á yfirborðið frá því ég var barn og hafði aldrei tekist á við.“

„Að missa mömmu mína svona ungur, þetta áfall sem ég varð fyrir. Ég var aldrei meðvitaður um það. Það var aldrei rætt og ég bældi það niður. Ég ræddi þetta aldrei líkt og flest börn myndu gera. En svo kom þetta að lokum allt upp á yfirborðið, allar tilfinningarnar. Ég var ekki lengur dofinn.“

Invictus leikarnir verða haldnir í Þýskalandi í september. Harry prins …
Invictus leikarnir verða haldnir í Þýskalandi í september. Harry prins er í forsvari fyrir leikana. AFP
mbl.is