Í Tulum í Mexíkó er að finna sannkallaða hönnunarparadís, Villa Peticor, í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og miðbænum. Villuna hönnuðu arkitektarnir Joshua Beck og Joanna Gomes, en það sést langar leiðir að vandað hefur verið til verka þar sem mikill lúxusblær er yfir villunni.
Í Tulum í Mexíkó er að finna sannkallaða hönnunarparadís, Villa Peticor, í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og miðbænum. Villuna hönnuðu arkitektarnir Joshua Beck og Joanna Gomes, en það sést langar leiðir að vandað hefur verið til verka þar sem mikill lúxusblær er yfir villunni.
Í Tulum í Mexíkó er að finna sannkallaða hönnunarparadís, Villa Peticor, í aðeins fimm mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og miðbænum. Villuna hönnuðu arkitektarnir Joshua Beck og Joanna Gomes, en það sést langar leiðir að vandað hefur verið til verka þar sem mikill lúxusblær er yfir villunni.
Það er óhætt að segja að minimalískur stíll og hrátt yfirbragð spili lykilhlutverk í hönnun villunnar. Bogadregin form og ávalar línur eru áberandi og skapa mýkt og hlýju til móts við hráa steypuna. Mikil lofthæð og gólfsíðir formfagrir gluggar hleypa mikilli birtu inn, um leið og suðrænn gróður sem umlykur húsið myndar listaverk í gluggunum.
Í hverju rými fá fáir en vandaðir húsmunir að njóta sín, sem skapa rólega og notalega stemningu í húsinu. Náttúrulegir tónar og áferð ráða ríkjum í hönnuninni, en það ætti ekki að vera erfitt fyrir neinn að slaka á og njóta í villunni.
Eignin er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en það eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að sex gesti hverju sinni. Nóttin kostar 380 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 50 þúsund krónum á gengi dagsins í dag.