Skartaði 29 ára gömlum stúdentstopp þegar forsetinn kom í heimsókn

Fatastíllinn | 31. ágúst 2023

Skartaði 29 ára gömlum stúdentstopp þegar forsetinn kom í heimsókn

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri var glæsileg til fara þegar hún tók á móti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og hans fylgdarliði þegar hann mætti í sína fyrstu opinberu heimsókn til Akureyrar um síðustu helgi. Ásthildur klæddist 29 ára gömlum silkitoppi við þetta tilefni en toppinn lét hún sérsauma á sig þegar hún varð stúdent 1994. 

Skartaði 29 ára gömlum stúdentstopp þegar forsetinn kom í heimsókn

Fatastíllinn | 31. ágúst 2023

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri klæddist 29 ára gömlum topp …
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri klæddist 29 ára gömlum topp þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kom í opinbera heimsókn til Akureyrar. Samsett mynd

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri var glæsileg til fara þegar hún tók á móti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og hans fylgdarliði þegar hann mætti í sína fyrstu opinberu heimsókn til Akureyrar um síðustu helgi. Ásthildur klæddist 29 ára gömlum silkitoppi við þetta tilefni en toppinn lét hún sérsauma á sig þegar hún varð stúdent 1994. 

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri var glæsileg til fara þegar hún tók á móti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og hans fylgdarliði þegar hann mætti í sína fyrstu opinberu heimsókn til Akureyrar um síðustu helgi. Ásthildur klæddist 29 ára gömlum silkitoppi við þetta tilefni en toppinn lét hún sérsauma á sig þegar hún varð stúdent 1994. 

Forsaga málsins er sú að þegar Ásthildur útskrifaðist úr MR á sínum tíma var mikil dragtatíska og að sjálfsögðu vildi hún klæðast einni slíkri. Veturinn fyrir útskrift rakst hún á dragt úr smiðju tískuhönnuðarins Giorgio Armani og dauðlangaði í eina slíka. Það var hins vegar ekki á færi nýstúdents að fjárfesta í slíkum klæðnaði og því fékk hún kjólameistara til liðs við sig sem saumaði dragt eftir ljósmynd úr tískublaði og topp undir. Sama topp og kom að góðum notum um síðustu helgi. 

Hér er Ásthildur fyrir fjórum árum í stúdentsdragtinni góðu. Hægra …
Hér er Ásthildur fyrir fjórum árum í stúdentsdragtinni góðu. Hægra megin má sjá dragtina úr tískulínu Armani sem var kynnt haustið 1993. Samsett mynd

„Það var kjólameistari sem saumaði dragtina á mig eftir mynd af Armani-dragt sem ég fann í tískublaði í bókabúðinni. Mér fannst hún rosa smart og fékk kjólameistarann til þess að búa til snið og sauma á mig dragt sem væri svipuð,“ segir Ásthildur í samtali við Smartland.

„Buxnadragtir voru aðaltískan þegar ég útskrifaðist. Mamma vildi að ég léti sauma á mig pils og jakka en ég vildi buxur,“ segir hún.

Spurð að því hvort það hafi ekki dýrt að láta sérsauma á sig dragt og topp á þessum tíma játar Ásthildur það. Hún hefði þó líklega ekki getað látið sérsauma á sig ef hún hefði ekki átt góða að. 

„Amma mín gaf mér peninga fyrir þessu. Þetta var alveg dýrt,“ rifjar hún upp og var efnið keypt í Seymu sem seldi vönduð og góð efni. 

Hér er Ásthildur fyrir fjórum árum í gömlu stúdentsdragtinni sem …
Hér er Ásthildur fyrir fjórum árum í gömlu stúdentsdragtinni sem hún lét sérsauma á sig fyrir útskrift 1994. Slæðan sem bróðir hennar gaf henni í útskriftargjöf var að sjálfsögðu með í för.

Dró fram gömlu dragtina! 

Fyrir fjórum árum fékk Ásthildur það hlutverk að flytja júbílantaræðuna á útskriftarafmæli MR-inga. Hún hringdi í móður sína, Hallgerði Gunnarsdóttur lögfræðing, og spurði hvort dragtin góða væri einhvers staðar á vísum stað. Hallgerður þurfti ekki að leita að dragtinni. Hún vissi nákvæmlega í hvaða kassa hún væri í bílskúrnum. Dragtinni var því snarað í hreinsun og vakti það kátínu á meðal samstúdenta Ásthildar þegar hún mætti í gömlu stúdentsdragtinni 25 árum eftir útskrift. 

„Ég var líka með gömlu Kenzo-slæðuna sem bróðir minn gaf mér í stúdentsgjöf,“ segir Ásthildur og hlær. 

Ásthildur Sturludóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hafþór Jónsson …
Ásthildur Sturludóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hafþór Jónsson eiginmaður Ásthildar.

Í dag hangir gamla stúdentsdragtin inni í skáp og toppurinn góði sem dreginn var fram um helgina þegar forsetinn kom í heimsókn. Þegar Ásthildur er spurð út í buxurnar og jakkann sem hún klæddist um síðustu helgi kemur í ljós að hún er nokkuð hagsýn í innkaupum á fatnaði. 

„Buxurnar keypti ég á útsölu Hjá Hrafnhildi en rúskinnsjakkann keypti ég notaðan á ebay fyrir milljón árum.“

Ertu dugleg að kaupa notuð föt?

„Já, ég geri töluvert af því að kaupa notað á netinu ef ég kaupi það ekki í búðunum hér á Akureyri,“ segir Ásthildur. 

Guðni Th. Jóhannesson færði Ásthildi ljósmynd í tilefni af heimsókninni.
Guðni Th. Jóhannesson færði Ásthildi ljósmynd í tilefni af heimsókninni. mbl.is/Þorgeir
mbl.is