Kjarasamningar FSL og SÍ samþykktir

Kjaraviðræður | 1. september 2023

Kjarasamningar FSL og SÍ samþykktir

Félagsmenn í Félagi stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) samþykktu nýgerða kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag.

Kjarasamningar FSL og SÍ samþykktir

Kjaraviðræður | 1. september 2023

Gildistími samninganna er 1. október 2023 til 31. maí 2024.
Gildistími samninganna er 1. október 2023 til 31. maí 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmenn í Félagi stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) samþykktu nýgerða kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag.

Félagsmenn í Félagi stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) samþykktu nýgerða kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta í dag.

Samninganefndir FSL og SÍ skrifuðu hvort um sig undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga 18. ágúst síðastliðinn. Gildistími samninganna er 1. október 2023 til 31. maí 2024.

Samningarnir voru síðan kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði og var kosið dagana 28. ágúst til 1. september.

Úrslit atkvæðagreiðslnanna voru svohljóðandi: 

Félag stjórnenda leikskóla

  • Á kjörskrá voru 423
  • Atkvæði greiddu 262, eða 61,94%
  • Já sögðu 220, eða 83,97%
  • Nei sögðu 39, eða 14,88%
  • Auðir voru 3, eða 1,15%

Skólastjórafélag Íslands

  • Á kjörskrá voru 716
  • Atkvæði greiddu 510, eða 71,23%
  • Já sögðu 487, eða 95,49%
  • Nei sögðu 19, eða 3,73%
  • Auðir voru 4, eða 0,78%
mbl.is