Nýleg drónaárás á flugvöll í norðvesturhluta Rússlands, sem olli tjóni á nokkrum flutningaflugvélum, átti upptök innan rússnesks yfirráðasvæðis. Þetta fullyrðir leyniþjónusta úkraínska hersins.
Nýleg drónaárás á flugvöll í norðvesturhluta Rússlands, sem olli tjóni á nokkrum flutningaflugvélum, átti upptök innan rússnesks yfirráðasvæðis. Þetta fullyrðir leyniþjónusta úkraínska hersins.
Nýleg drónaárás á flugvöll í norðvesturhluta Rússlands, sem olli tjóni á nokkrum flutningaflugvélum, átti upptök innan rússnesks yfirráðasvæðis. Þetta fullyrðir leyniþjónusta úkraínska hersins.
Fullyrðingin kemur fram á sama tíma og stjórnvöld í Kænugarði segja lögregluna í höfuðborginni vera að hóta sprengjum, nú þegar úkraínsk börn snúa aftur á skólabekk eftir sumarfrí.
Þetta er annað skólaárið sem börn í landinu hefja eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar í fyrra.
Árásin sem gerð var í vikunni á Pskov-flugvöll, sem er um 700 kílómetra frá Úkraínu, markaði nýjustu aðferðina við að stríða Rússum, frá því Úkraínumenn hétu því að „skila“ átökunum til Rússlands í júlí.
Drónunum, sem notaðir voru í Pskov, vsr skotið á loft frá Rússlandi að sögn Úkraínumanna. Fjórar rússneskar IL-76 herflutningaflugvélar urðu fyrir árásinni. Tvær eyðilögðust og tvær þeirra eru stórskemmdar.
Kiríló Búdanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði að ein flugvélin hefði verið notuð af varnarmálaráðuneytinu til að flytja hermenn og farm.
Kremlverjar sögðu í vikunni að hernaðarsérfræðingar væru að vinna að því að komast að því hvaða leiðir drónarnir hefðu farið, til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt gæti komið fyrir aftur.
Ummæli Búdanovs komu nokkrum klukkustundum eftir að rússneskar loftvarnir eyðilögðu dróna sem nálgaðist Moskvu, sagði borgarstjóri borgarinnar, degi eftir svipaða árás á höfuðborgina.
Rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að flugumferð á Domodedovo- og Vnukovo-flugvellina í Moskvu hefði verið stöðvuð tímabundið.
Fjöldi loftárása hefur að undanförnu dunið á fjármálahverfi höfuðborgarinnar, gert göt á atvinnuhúsnæði og jafnvel slegið á Kreml. Embættismenn vísa því þó á bug að árásum hafi fjölgað.
Fregnir um sprengjuhótanir í höfuðborg Úkraínu bárust þegar menntamálaráðuneyti landsins sagði að nærri fjórar milljónir nemenda væru að snúa aftur í skólann.
„Við höfum fengið upplýsingar um sprengiefni í skólum Kænugarðs,“ sagði Júlía Girdvílis, talskona lögreglunnar, við AFP.
„Allar menntastofnanir eru skoðaðar af lögreglusveitum Kænugarðs, auk neyðarþjónustu ríkisins.“
Lögreglan sagði að allar ákvarðanir um rýmingar yrðu teknar af skólum og lögreglu og hvatti fólk til að „halda ró sinni“.
Úkraínskir embættismenn, sem tilkynntu um upphaf nýs skólaárs, sögðu að árásir Rússa frá upphafi innrásarinnar í febrúar 2022 hefðu skemmt eða eyðilagt þúsundir skóla.
Andrí Sadóví, borgarstjóri Lvív í vesturhluta landsins, sagði að nemendur myndu læra að fljúga drónum og birti mynd af nemendum á bak við tölvur.
„Þetta er nýr veruleiki,“ skrifaði hann á samfélagsmiðla, við myndir af börnum sem halda á stýritækjum og sitja fyrir framan skjái sem líkja eftir drónaflugi.