Lögregla í Kænugarði segir að sprengjuhótanir hafi beinst gegn barnaskólum í borginni. Var lögregla við sprengjuleit í skólabyggingum í höfuðborginni í morgun.
Lögregla í Kænugarði segir að sprengjuhótanir hafi beinst gegn barnaskólum í borginni. Var lögregla við sprengjuleit í skólabyggingum í höfuðborginni í morgun.
Lögregla í Kænugarði segir að sprengjuhótanir hafi beinst gegn barnaskólum í borginni. Var lögregla við sprengjuleit í skólabyggingum í höfuðborginni í morgun.
Skólahald er að hefjast í Úkraínu um þessar mundir. Þetta er annað skólaárið sem börn í landinu hefja eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar 2022.
„Við höfum fengið upplýsingar um sprengjur í skólum í Kænugarði,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Yulia Girdvillis við AFP.
„Lögregla leitar nú í öllum skólabyggingum í borginni með aðstoð almannavörnum ríkisins.“
Tæpar fjórar milljónir barna setjast aftur á skólabekk, bæði í raunheimum og netheimum.
Stórar borgir og bæir í Úkraínu eru oft skotmörk í árásum Rússa og hafa þúsundir skóla eyðilagst að því er stjórnvöld segja.
Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að börn í Úkraínu fái aðgengi að menntun þrátt fyrir átökin. „Megináherslan er að börnin okkar læri. Og að kennararnir okkar fái að kenna. Því menntun og menning er það sem skilur okkur frá andstæðingi okkar,“ sagði hershöfðinginn Valerí Salútsní.