Fá ekki að koma á Nóbelsverðlaunaathöfnina

Rússland | 2. september 2023

Fá ekki að koma á Nóbelsverðlaunaathöfnina

Stjórn Nóbelsnefndarinnar hefur hætt við að bjóða sendiherrum Rússlands og Hvíta-Rússlands á verðlaunaathöfn Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Fá ekki að koma á Nóbelsverðlaunaathöfnina

Rússland | 2. september 2023

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Sendiherra landsins fær ekki boð á Nóbelsverðlaunin.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Sendiherra landsins fær ekki boð á Nóbelsverðlaunin. AFP/Mikhail Klimentyev

Stjórn Nóbelsnefndarinnar hefur hætt við að bjóða sendiherrum Rússlands og Hvíta-Rússlands á verðlaunaathöfn Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Stjórn Nóbelsnefndarinnar hefur hætt við að bjóða sendiherrum Rússlands og Hvíta-Rússlands á verðlaunaathöfn Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Boð þeirra hefur sætt harðri gagnrýni og lýstu nokkrir þjóðarleiðtogar því yfir að þeir myndu ekki mæta á hátíðina ef sendiherra Rússlands yrði þar.

Þó lýsti stjórn Nóbelsjóðsins því yfir á fimmtudag að hún myndi leitast eftir því að bjóða sendiherrum allra landa og uppskar hörð viðbrögð. Mikilvægt sé og réttast að verðlaunin hafi sem breiðasta skírskotun, með gildi hennar og skilaboð að leiðarljósi.

Viðbrögð við því hafi verið hörð og því hafi stjórnin ákveðið að hafa sama háttinn á og í fyrra, og sniðganga sendiherra Rússlands, Hvíta-Rússlands og Íran.

mbl.is