Fanndís og Eyjólfur keyptu glæsihús á yfirverði

Hönnun | 3. september 2023

Fanndís og Eyjólfur keyptu glæsihús á yfirverði

Glæsilegt einbýlishús við Holtsbúð í Garðabæ var til umfjöllunar á Smartlandi í febrúar á þessu ári. Um er að ræða 249 fm ein­býli sem teiknað var af Kjart­ani Sveins­syni og byggt árið 1979. Eign­in var inn­réttuð á sjarmer­andi máta, en inn­an­hús­arki­tekt­inn Rut Kára­dótt­ir hannaði baðher­berg­in og kom að lita­vali í hús­inu. Stór­ir glugg­ar hleypa mik­illi birtu inn á efri hæð húss­ins, en þar hafa vegg­irn­ir verið málaðir í grá­um lit sem tón­ar fal­lega við bæði gól­f­efni og hús­muni. Í stof­unni er glæsi­leg­ur ar­inn sem gef­ur rým­inu skemmti­leg­an karakt­er. 

Fanndís og Eyjólfur keyptu glæsihús á yfirverði

Hönnun | 3. september 2023

Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson festu kaup á einbýlishúsi í …
Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson festu kaup á einbýlishúsi í Garðabæ. Samsett mynd

Glæsilegt einbýlishús við Holtsbúð í Garðabæ var til umfjöllunar á Smartlandi í febrúar á þessu ári. Um er að ræða 249 fm ein­býli sem teiknað var af Kjart­ani Sveins­syni og byggt árið 1979. Eign­in var inn­réttuð á sjarmer­andi máta, en inn­an­hús­arki­tekt­inn Rut Kára­dótt­ir hannaði baðher­berg­in og kom að lita­vali í hús­inu. Stór­ir glugg­ar hleypa mik­illi birtu inn á efri hæð húss­ins, en þar hafa vegg­irn­ir verið málaðir í grá­um lit sem tón­ar fal­lega við bæði gól­f­efni og hús­muni. Í stof­unni er glæsi­leg­ur ar­inn sem gef­ur rým­inu skemmti­leg­an karakt­er. 

Glæsilegt einbýlishús við Holtsbúð í Garðabæ var til umfjöllunar á Smartlandi í febrúar á þessu ári. Um er að ræða 249 fm ein­býli sem teiknað var af Kjart­ani Sveins­syni og byggt árið 1979. Eign­in var inn­réttuð á sjarmer­andi máta, en inn­an­hús­arki­tekt­inn Rut Kára­dótt­ir hannaði baðher­berg­in og kom að lita­vali í hús­inu. Stór­ir glugg­ar hleypa mik­illi birtu inn á efri hæð húss­ins, en þar hafa vegg­irn­ir verið málaðir í grá­um lit sem tón­ar fal­lega við bæði gól­f­efni og hús­muni. Í stof­unni er glæsi­leg­ur ar­inn sem gef­ur rým­inu skemmti­leg­an karakt­er. 

Ásett verð var 180.000.000 kr. Nú hefur húsið verið selt og fór það á yfirverði eða tveimur milljónum meira en húsið var auglýst á. Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson festu kaup á húsinu. Hann er fót­boltamaður og af­reksþjálf­ari hjá Breiðablik og hún er landsliðskona í fótbolta. Parið bjó áður við Foldasmára og greindi Smartland frá því þegar íbúðin fór á sölu. 

Smartland óskar Fanndísi og Eyjólfi til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is