Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

Húsnæðismarkaðurinn | 3. september 2023

Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

Fasteignafélögin Eik og Reitir áforma mikla uppbyggingu á lóðum sem félögin eiga sunnan við hótelið Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Félögin hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar og hefur skipulagsfulltrúi borgarinnar tekið jákvætt í frumhugmyndir að uppbyggingu.

Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

Húsnæðismarkaðurinn | 3. september 2023

Múlareitur. Baklóð hótelsins við Suðurlandsbraut er stór og býður upp …
Múlareitur. Baklóð hótelsins við Suðurlandsbraut er stór og býður upp á mikla möguleika. Þarna geta risið í framtíðinni íbúðir og þjónustubyggingar. mbl.is/sisi

Fasteignafélögin Eik og Reitir áforma mikla uppbyggingu á lóðum sem félögin eiga sunnan við hótelið Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Félögin hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar og hefur skipulagsfulltrúi borgarinnar tekið jákvætt í frumhugmyndir að uppbyggingu.

Fasteignafélögin Eik og Reitir áforma mikla uppbyggingu á lóðum sem félögin eiga sunnan við hótelið Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Félögin hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar og hefur skipulagsfulltrúi borgarinnar tekið jákvætt í frumhugmyndir að uppbyggingu.

Svæðið Múlareitur afmarkast af Ármúla í suðri, Lágmúla í vestri, Suðurlandsbraut í norðri og Hallarmúla í austri. Reiturinn er 2,9 hektarar að stærð og þar af eru götur og bílastæði um 1,6 hektarar. Miklir möguleikar eru til uppbyggingar á þessu vel staðsetta svæði. Einhverjar byggingar munu víkja.

Undanfarna áratugi hafa verslanir, skrifstofur, þjónustufyrirtæki og hótel verið starfrækt á reitnum. Við Ármúla eru höfuðstöðvar VÍS, við Hallarmúla hefur Penninn verið með verslun og við Suðurlandsbraut hefur verið starfrækt Hilton Reykjavík Nordica, áður Hótel Esja.

Arkitektastofan Arkþing-Nordic sendi fyrirspurnina til Reykjavíkurborgar fyrir hönd Eikar og Reita. Tillagan sé hugsuð sem fyrstu drög til umræðu og áframhaldandi vinnslu.

Fram kemur í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa að fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu sýni blandaða byggð baka til á lóðunum. Gert er ráð fyrir að heildarbyggingarmagn geti orðið u.þ.b. 21.500 fermetrar, auk 7.700 fermetra bílakjallara. Þar af yrðu íbúðir u.þ.b. 18.900 fermetrar og verslun og þjónusta um 2.600 fermetrar. Tillagan sýni áhugaverðar hugmyndir að torgum og göngugötum sem jafnframt eru íbúðagötur. Einnig sýni tillagan áhugaverða hugmynd að grænum inngarði til suðurs með djúpum jarðvegi svo tré fái þrifist. Áhersla er lögð á góð útirými og góðar gönguleiðir sem tengja Ármúla við stoppistöðvar borgarlínu við Suðurlandsbraut.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 31. ágúst. 

mbl.is