Innlit í Vipp Shelter villuna á Skáni

Heimili | 3. september 2023

Innlit í Vipp Shelter villuna á Skáni

Stundum liggja allar leiðir til Svíþjóðar. Ef þú vissir ekki að þig langaði að heimsækja landið og gista við Immeln-vatn á Skáni þá gætir þú skipt um skoðun. Þar er að finna nýtískulegt arkitektaundur sem kallast Vipp Shelter sem er í eigu danska hönnunarfyrirtækisins Vipp. Íslendingar þekkja ruslafötur þeirra og smáhluti sem prýða heimilið en nú er hægt að fá hönnunina beint í æð með því að gista í þessu ævintýrahúsi. 

Innlit í Vipp Shelter villuna á Skáni

Heimili | 3. september 2023

Vipp Shelter er staðsett við Immeln-vatn í Svíþjóð.
Vipp Shelter er staðsett við Immeln-vatn í Svíþjóð.

Stundum liggja allar leiðir til Svíþjóðar. Ef þú vissir ekki að þig langaði að heimsækja landið og gista við Immeln-vatn á Skáni þá gætir þú skipt um skoðun. Þar er að finna nýtískulegt arkitektaundur sem kallast Vipp Shelter sem er í eigu danska hönnunarfyrirtækisins Vipp. Íslendingar þekkja ruslafötur þeirra og smáhluti sem prýða heimilið en nú er hægt að fá hönnunina beint í æð með því að gista í þessu ævintýrahúsi. 

Stundum liggja allar leiðir til Svíþjóðar. Ef þú vissir ekki að þig langaði að heimsækja landið og gista við Immeln-vatn á Skáni þá gætir þú skipt um skoðun. Þar er að finna nýtískulegt arkitektaundur sem kallast Vipp Shelter sem er í eigu danska hönnunarfyrirtækisins Vipp. Íslendingar þekkja ruslafötur þeirra og smáhluti sem prýða heimilið en nú er hægt að fá hönnunina beint í æð með því að gista í þessu ævintýrahúsi. 

Kasper Egelund, forstjóri, danska hönnunarfyrirtækisins Vipp fékk hugljómun þegar hann bjó með fjölskyldu sinni í New York á árunum 2008-10. Þar fékk hann hugmynd að afslöppunarstöðum þar sem fólk gæti náð streitunni úr frumunum þar sem hönnun og náttúra tengdust á heillandi hátt. Þetta þyrfti að vera staður þar sem ekkert truflaði augað og kyrrð og ró væri allsráðandi. 

Í dag rekur Vipp sjö gistirými þar sem fegurð og hönnun sameinast. Vipp Shelter er eitt af þeim en það var hannað af arkitektastofunni Argency 2014 og við Immeln-vatn í Svíþjóð. Hönnun Vipp er áberandi í húsinu en þar er að vinna svart Vipp eldhús og alla þá lampa, hillur og húsmuni sem fyrirtækið framleiðir. Veggir eru málaðir í dökkum litum og er ekkert sem stingur í stúf. 

Húsið er byggt úr stáli en meginuppistaðan í Vipp Shelter er stálgrind með rennandi gluggarömmum sem ná frá gólfi til lofts. Það gerir það að verkum að gestir hússins upplifa óhindrað útsýni yfir Immeln-vatnið og skóginn í kring. Efnisvalið er í takt við Vipp sem hefur framleitt hluti úr stáli síðan 1939. Húsið er hannað fyrir tvær manneskjur og er svefnherbergið á efri hæðinni. Það sem gerir það sérstakt eru loftgluggar. Fólk getur því liðið eins og það sé með himinhvolfin í fanginu og sameinist náttúrunni á dýpri hátt en áður. Hver og einn verður að dæma fyrir sig en eitt er víst að fólk sem splæst hefur í Vipp-ruslafötur myndi líklega ekki fúlsa við einni nótt við vatnið. 

Í húsinu eru stórir gluggar sem hleypa fallegu birtunni inn. …
Í húsinu eru stórir gluggar sem hleypa fallegu birtunni inn. Vipp-innréttingar prýða eldhúsið en þær eru seldar hérlendis í Epal. Ljósmynd/Wetouch Imagework
Það er stílhreint um að litast í Vipp Shelter húsinu …
Það er stílhreint um að litast í Vipp Shelter húsinu í Svíþjóð.
Það er notalegt að hlýja sér við arineld.
Það er notalegt að hlýja sér við arineld.
Fegurðin er allsráðandi hvert sem litið er.
Fegurðin er allsráðandi hvert sem litið er.
Í eyjunni eru bæði vaskur og helluborð. Svört innréttingin fer …
Í eyjunni eru bæði vaskur og helluborð. Svört innréttingin fer vel við svörtu Vipp-ruslafötuna. Ljósmynd/Anders Hviid
Ljósin fyrir ofan borðið eru frá Vipp.
Ljósin fyrir ofan borðið eru frá Vipp.
Vipp Shelter er fallegt í haustlitunum.
Vipp Shelter er fallegt í haustlitunum.
Hér er hægt að sitja og slaka á með kaffibolla.
Hér er hægt að sitja og slaka á með kaffibolla. Ljósmynd/Wetouch Imagework
Í húsinu er svefnpláss fyrir tvær manneskjur. Loftgluggarnir gera upplifunina …
Í húsinu er svefnpláss fyrir tvær manneskjur. Loftgluggarnir gera upplifunina sérstaka. Það er svipuð upplifun og að sofa úti í náttúrunni - eða svona næstum því. Ljósmynd/Vipp
Hvítu innréttingarnar frá Vipp prýða baðherbergið.
Hvítu innréttingarnar frá Vipp prýða baðherbergið. Ljósmynd/Anders Hviid
Það er stemning í því að geta horft í gegnum …
Það er stemning í því að geta horft í gegnum húsið. Ljósmynd/Wetouch Imagework
Húsið stendur á fallegum stað við vatnið.
Húsið stendur á fallegum stað við vatnið. Ljósmynd/Anders Hviid
Húsið fellur vel inn í umhverfið.
Húsið fellur vel inn í umhverfið.
Horft beint niður á Vipp Shelter.
Horft beint niður á Vipp Shelter.
Hægt er að opna húsið upp á gátt.
Hægt er að opna húsið upp á gátt.
mbl.is