Mæðgurnar mættu í eins peysum

Hverjir voru hvar | 3. september 2023

Mæðgurnar mættu í eins peysum

Það var góð stemning í Blómavali á fimmtudaginn var þegar því var fagnað að verslunin hefur gengið í endurnýjum lífdaga. Mæðgurnar Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðinemi og áhrifavaldur, og Guðrún Kjartansdóttir lyfjafræðingur settu svip sinn á teitið því þær klæddust eins peysum. Um er að ræða prjónapeysur í bleikum, hvítum og appelsínugulum lit. Peysurnar fást í Vero Moda. 

Mæðgurnar mættu í eins peysum

Hverjir voru hvar | 3. september 2023

Helga Margrét Agnarsdóttir og Guðrún Kjartansdóttir mættu í eins peysum.
Helga Margrét Agnarsdóttir og Guðrún Kjartansdóttir mættu í eins peysum.

Það var góð stemning í Blómavali á fimmtudaginn var þegar því var fagnað að verslunin hefur gengið í endurnýjum lífdaga. Mæðgurnar Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðinemi og áhrifavaldur, og Guðrún Kjartansdóttir lyfjafræðingur settu svip sinn á teitið því þær klæddust eins peysum. Um er að ræða prjónapeysur í bleikum, hvítum og appelsínugulum lit. Peysurnar fást í Vero Moda. 

Það var góð stemning í Blómavali á fimmtudaginn var þegar því var fagnað að verslunin hefur gengið í endurnýjum lífdaga. Mæðgurnar Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðinemi og áhrifavaldur, og Guðrún Kjartansdóttir lyfjafræðingur settu svip sinn á teitið því þær klæddust eins peysum. Um er að ræða prjónapeysur í bleikum, hvítum og appelsínugulum lit. Peysurnar fást í Vero Moda. 

Dóra Júlía Agnarsdóttir, systir Helgu Margrétar og dóttir Guðrúnar, var plötusnúður og var hún í svipaðri peysu og mæðgurnar  þó ekki alveg eins. 

Skemmtikrafturinn Eva Ruza var veislustjóri í boðinu og sá til þess að engum leiddist. Boðið var upp á freyðivín og fór enginn tómhentur heim. 

Blómaval er stofnað árið 1970 og var upphaflega í Sigtúni. Eftir að verslunin sameinaðist Húsasmiðjunni flutti aðalverslunin í nýtt sérsniðið húsnæði við Skútuvog og hefur verið þar til húsa síðan 2005. Í fyrra hófust endurbætur á Blómavali. Garðskálinn var endurnýjaður og úrval gjafavöru aukið. 

Eins og sjá má á myndunum féllu þessar breytingar vel í kramið hjá gestunum.

Dóra Júlía Agnarsdóttir spilaði tónlist fyrir gestina.
Dóra Júlía Agnarsdóttir spilaði tónlist fyrir gestina.
Edda Björk Kjartansdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Inga Gylfadóttir.
Edda Björk Kjartansdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Inga Gylfadóttir.
Vilmundur Hansen garðyrkjumeistari ráðlagði gestum.
Vilmundur Hansen garðyrkjumeistari ráðlagði gestum.
Kristinn Einarsson.
Kristinn Einarsson.
Magnús Magnússon, Bjarki Þór Árnason, Diana Allansdóttir, Tinna Ólafsdóttir og …
Magnús Magnússon, Bjarki Þór Árnason, Diana Allansdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Berglind Bjarnardóttir.
Hafrún Lind Guðbrandsdóttir og Egill Árni Bachmann.
Hafrún Lind Guðbrandsdóttir og Egill Árni Bachmann.
Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur veitti ráðgjöf um val og umhirðu pottaplantna …
Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur veitti ráðgjöf um val og umhirðu pottaplantna og fleira.
Jurate Leskiene plantar haustblómum í potta.
Jurate Leskiene plantar haustblómum í potta.
Edda Björk Kristjánsdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Petra Magnúsdóttir.
Edda Björk Kristjánsdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Petra Magnúsdóttir.
Eva Ruza fór á kostum.
Eva Ruza fór á kostum.
mbl.is