Segja að rússneskir drónar hafi fallið í Rúmeníu

Úkraína | 4. september 2023

Segja að rússneskir drónar hafi fallið í Rúmeníu

Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í dag að rússneskir drónar, framleiddir í Íran, hefðu fallið og sprengt landsvæði í Rúmeníu í árás á úkraínsku hafnarborgina Ismaíl.

Segja að rússneskir drónar hafi fallið í Rúmeníu

Úkraína | 4. september 2023

Frá drónaárás Rússa í Úkraínu.
Frá drónaárás Rússa í Úkraínu. AFP

Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í dag að rússneskir drónar, framleiddir í Íran, hefðu fallið og sprengt landsvæði í Rúmeníu í árás á úkraínsku hafnarborgina Ismaíl.

Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í dag að rússneskir drónar, framleiddir í Íran, hefðu fallið og sprengt landsvæði í Rúmeníu í árás á úkraínsku hafnarborgina Ismaíl.

Óleg Níkólenkó, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í dag og deildi myndum þar sem sést reykský við vatnsból nálægt borginni, sem liggur við bakka Dónár og handan hennar er Rúmenía.

Talsmaður landamæraeftirlitsins segir að frásögn Níkólenkós sé áreiðanleg og að vart hafi orðið við tvær sprengingar á yfirráðasvæði Rúmeníu nálægt hafnarborginni Ismaíl.

Rúmenar neita

Stjórnvöld Rúmeníu, sem tilheyrir Atlantshafsbandalaginu, neita þessum fréttum.

Eftir að Rússar drógu til baka samkomulag um að heimila útflutning á korni frá Úkraínu um Svartahafið í júlí hafa Rússar gert árásir á hafnir í suðurhluta Úkraínu, þar á meðal í Ismaíl.

Þótt flestir bardagar í innrás Rússa hafi átti sér stað innan landamæra Úkraínu hafa yfirvöld í Kænugarði haldið því fram að átökin hafi borist í önnur Evrópulönd, sem bandamenn í NATO hafa að mestu vísað á bug.

mbl.is