Rússar sakaðir um mansal á Kúbu til að efla herinn

Úkraína | 5. september 2023

Rússar sakaðir um mansal á Kúbu til að efla herinn

Kúbanska utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að þarlend yfirvöld hafi svipt hulunni af meintum mansalshring sem er sagður vinna að því að fá kúbanska ríkisborgara til að berjast við hlið rússneskra hersveita í Úkraínu. 

Rússar sakaðir um mansal á Kúbu til að efla herinn

Úkraína | 5. september 2023

Stríðsátökin í Úkraínu standa enn yfir af fullum þunga. Hér …
Stríðsátökin í Úkraínu standa enn yfir af fullum þunga. Hér má sjá úkraínska hermenn skammt frá borginni Bakmút. AFP/Anatolii Stepanov

Kúbanska utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að þarlend yfirvöld hafi svipt hulunni af meintum mansalshring sem er sagður vinna að því að fá kúbanska ríkisborgara til að berjast við hlið rússneskra hersveita í Úkraínu. 

Kúbanska utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að þarlend yfirvöld hafi svipt hulunni af meintum mansalshring sem er sagður vinna að því að fá kúbanska ríkisborgara til að berjast við hlið rússneskra hersveita í Úkraínu. 

Ráðuneytið segir í tilkynningu að unnið sé að því að stöðva þessi samtök sem eigi rætur sínar að rekja til Rússlands. Þau reyni bæði að fá kúbanska ríkisborgara í Rússlandi sem og á Kúbu til að taka þátt hernaði Rússa í Úkraínu. 

Að sögn yfirvalda á Kúbu verður höfðað dómsmál gegn forsprökkum samtakanna. 

Kúba á ekki í stríði við Úkraínu

Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, segir í færslu á samfélagsmiðlinum X, sem áður var Twitter, að stjórnvöld vinni í þessum máli af fullum þunga. 

„Kúba á ekki aðild að stríðsátökunum í Úkraínu,“ segir ráðuneytið. Það bætir við að það muni grípa til viðeigandi aðgerða gegn öllum þeim sem tengjast mansali í þeim tilgangi að fá kúbanska ríkisborgara til að grípa til vopna gegn Úkraínumönnum. 

Fram kemur í umfjöllun AFP að stjórnvöld í Rússlandi hafi ekki tjáð sig um málið. 

Unglingspiltar fastir í Rússlandi

Á föstudag greindi bandaríska dagblaðið America Teve í Miami frá vitnisburði tveggja unglinga sem sögðust hafa verið blekktir til að starfa með rússneska hernum við byggingarframkvæmdir í Úkraínu. 

Í myndskeiði, sem birt er á heimasíðu blaðsins, sést annar unglingspiltanna óska eftir aðstoð til að komast aftur heim sem allra fyrst. Í umfjöllun America TeVe segir að skilaboðin hafi verið send er hann var um borð í rútu sem var að flytja þá til borgarinnar Ryazan í Rússlandi ásamt rússneskum hermönnum. 

„Við getum ekki sofið því þeir geta komið hvenær sem er og gert eitthvað við okkur,“ segir annar ungur maður, sem heldur því jafnframt fram að hann hafi verið beittur líkamlegu ofbeldi. 

Annar maður frá Kúbu segir í samtali við dagblaðið að hann hafi skráð sig í rússneska herinn í þeirri von að hann myndi hljóta formleg réttindi ríkisborgara í Rússlandi. 

Kúba og Rússland hafa eflt stjórnmálasamband ríkjanna

Stjórnvöld í Rússlandi og á Kúbu hafa eflt stjórnmálasamband ríkjanna nýverið. Í lok síðasta árs átti Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 

Í júní átti síðan Alvaro Lopez Miera, varnarmálaráðherra Kúbu, fund með rússneska starfsbróður sínum, Sergei Shugu.

mbl.is