Sjarmerandi hönnun og óvænt litagleði í Hlíðunum

Heimili | 5. september 2023

Sjarmerandi hönnun og óvænt litagleði í Hlíðunum

Við Eskihlíð í Hlíðunum er að finna 83 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1946. Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem hrá áferð og óvæntir litir skapa einstaka stemningu.

Sjarmerandi hönnun og óvænt litagleði í Hlíðunum

Heimili | 5. september 2023

Íbúðin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta þar sem …
Íbúðin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta þar sem fallegir húsmunir fá að njóta sín. Samsett mynd

Við Eskihlíð í Hlíðunum er að finna 83 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1946. Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem hrá áferð og óvæntir litir skapa einstaka stemningu.

Við Eskihlíð í Hlíðunum er að finna 83 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1946. Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem hrá áferð og óvæntir litir skapa einstaka stemningu.

Eldhús og stofa eru samliggjandi í rúmgóðu rými með fallegri tvöfaldri hurð á milli sem gefur rýminu mikinn sjarma. Í eldhúsinu er stílhrein svört innrétting með frontum frá HAF Studio sem tóna fallega við hráa áferð á veggjum og gólfi. Ljóst viðarborð og stólar gefa rýminu svo ákveðna mýkt og hlýju til móts við dekkri tóna.

Appelsínugulur með óvænt hlutverk

Í stofunni grípur appelsínugulur Söderhamn-sófi úr IKEA augað samstundis. Liturinn spilar óvænt hlutverk og flæðir í gegnum íbúðina án þess þó að vera yfirþyrmandi. Hann tónar fallega við náttúrulega jarðtóna íbúðarinnar um leið og hann býr til skemmtilegan karakter og því óhætt að segja að vel hafi tekist þegar kemur að litavali.

Appelsínugula litinn má til dæmis sjá á hluta af vegg í eldhúsi, en við veginn má sjá skemmtilega útfærslu á vínrekka þar sem fallega hannaðar vínflöskur eru gerðar að heimilisprýði og fá að njóta sín til fulls. 

Liturinn kemur aftur við sögu á gangi og í svefnherbergi til móts við kalkáferð á veggjum og skapar notalega stemningu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Eskihlíð 21

Stílhreint kaffihorn sem marga dreymir um.
Stílhreint kaffihorn sem marga dreymir um. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Fallegar vínflöskur fá óvænt hlutverk í eldhúsinu.
Fallegar vínflöskur fá óvænt hlutverk í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Appelsínuguli sófinn gleður augað og skapar skemmtilegan karakter í rýminu.
Appelsínuguli sófinn gleður augað og skapar skemmtilegan karakter í rýminu. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Appelsínuguli liturinn með skemmtilegt hlutverk í notalegu svefnherbergi.
Appelsínuguli liturinn með skemmtilegt hlutverk í notalegu svefnherbergi. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
mbl.is