Nældu þér í réttu fötin fyrir Verbúðarballið

Fatastíllinn | 6. september 2023

Nældu þér í réttu fötin fyrir Verbúðarballið

Búningahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem hannaði og setti saman búninga fyrir hina geysivinsælu íslensku dramaþætti Verbúðin kíkti í heimsókn í fataverslun Elleyjar, sem góðgerðarfélagið starfrækir á Seltjarnarnesinu.

Nældu þér í réttu fötin fyrir Verbúðarballið

Fatastíllinn | 6. september 2023

Fataverslunin Elley er með margar glæsilegar flíkur í anda Verbúðarinnar …
Fataverslunin Elley er með margar glæsilegar flíkur í anda Verbúðarinnar til sölu. Samsett mynd

Búningahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem hannaði og setti saman búninga fyrir hina geysivinsælu íslensku dramaþætti Verbúðin kíkti í heimsókn í fataverslun Elleyjar, sem góðgerðarfélagið starfrækir á Seltjarnarnesinu.

Búningahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem hannaði og setti saman búninga fyrir hina geysivinsælu íslensku dramaþætti Verbúðin kíkti í heimsókn í fataverslun Elleyjar, sem góðgerðarfélagið starfrækir á Seltjarnarnesinu.

Rebekka tók saman tímalausar flíkar í anda níunda áratugsins en aðeins fjórir dagar eru í Verbúðarballið og því um að gera að næla sér í „nýja“ gamla flík.

Verslunin Elley birti færslu á Facebook og sýndi nokkrar af þeim glæsilegu flíkum sem Rebekka tók saman og eru í anda Verbúðarinnar. Viðskiptavinir Elleyjar geta nú skoðað þessar gersemar á sérstakri slá sem er tileinkuð þáttunum.

Mikil spenna fyrir Verbúðarballinu

Verbúðarballið verður haldið í íþróttahúsinu Gróttu hinn 9. september næstkomandi, en á síðasta ári mættu yfir 1.000 manns klædd upp í anda sjónvarpsþáttanna.

Verbúðarbandið mun trylla lýðinn ásamt Bubba Morthens, Röggu Gísla og Matta Matt og verður þetta í fyrsta sinn sem söngstjörnurnar Bubbi Morthens og Ragga Gísla taka lagið saman á sviði. Leikarar úr Verbúðinni munu einnig stíga á svið og skemmta lýðnum og er því til mikils að hlakka.

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin voru frumsýndir hinn 26. desember 2021 og héldu landsmenn vart vatni yfir íslensku dramaþáttaröðinni sem er skrifuð af Gísla Erni Garðarssyni, Birni Hlyn Haraldssyni og Mikael Torfasyni.

mbl.is