Sextán eru látnir og tuttugu slasaðir eftir loftárás á markað í úkraínsku borginni Kostjantínívka í Dónetsk-héraði. Eitt barn er meðal hinna látnu.
Sextán eru látnir og tuttugu slasaðir eftir loftárás á markað í úkraínsku borginni Kostjantínívka í Dónetsk-héraði. Eitt barn er meðal hinna látnu.
Sextán eru látnir og tuttugu slasaðir eftir loftárás á markað í úkraínsku borginni Kostjantínívka í Dónetsk-héraði. Eitt barn er meðal hinna látnu.
Fórnarlömb árásarinnar „höfðu ekki gert neitt af sér“, segir Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
„Við verðum að yfirbuga þessa rússnesku illsku eins fljótt og auðið er,“ bætir hann við.
Borgin er staðsett skammt frá fremstu víglínu en samkvæmt upplýsingum frá úkraínsku forsetaskrifstofunni hafði árásin ekki áhrif á innviði og hafa viðbragðsaðilar náð tökum á eldinum.
Fregnir hafa borist af því að markaður, verslanir og apótek hafi orðið fyrir skemmdum.
Selenskí birti myndskeið af árásinni og eftirmálum hennar sem sjá má hér að neðan: