260 milljóna verðlaunahús í Kópavogi

Heimili | 7. september 2023

260 milljóna verðlaunahús í Kópavogi

Við Kleifakór í Kópavogi er að finna glæsilegt 277 fm einbýli á þremur pöllum sem reist var árið 2005. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2006, en það var Björgvin Snæbjörnsson arkitekt sem sá um hönnun hússins að utan sem innan.

260 milljóna verðlaunahús í Kópavogi

Heimili | 7. september 2023

Húsið er fallega hannað að utan sem innan og hlaut …
Húsið er fallega hannað að utan sem innan og hlaut hönnunarverðlaun árið 2006. Samsett mynd

Við Kleifakór í Kópavogi er að finna glæsilegt 277 fm einbýli á þremur pöllum sem reist var árið 2005. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2006, en það var Björgvin Snæbjörnsson arkitekt sem sá um hönnun hússins að utan sem innan.

Við Kleifakór í Kópavogi er að finna glæsilegt 277 fm einbýli á þremur pöllum sem reist var árið 2005. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2006, en það var Björgvin Snæbjörnsson arkitekt sem sá um hönnun hússins að utan sem innan.

Aðkoma að húsinu er afar snyrtileg með stóru hellulögðu bílastæði og vönduðu útisvæði í kringum húsið. Timburklædd gönguleið tengur pallana umhverfis húsið, en pallarnir eru klæddir með harðviði sem má einnig sjá á hluta af útveggjum hússins og gefur byggingunni skemmtilegan karakter.

Útsýni frá húsinu er ekki af verri endanum og hefur hert gler verið notað á svalir svo útsýnið fái að njóta sín til fulls. Frá eldhúsi er útgengt á sjarmerandi sólpall með góðri grillaðstöðu, en frá svefnherbergi er gengið út á pall með skjólveggjum, heitum pott og útisturtu.

Mikil lofthæð og gólfsíðir útsýnisgluggar

Að innan hefur húsið verið fallega innréttað þar sem stór málverk með bláum tónum spila lykilhlutverk. Í stofu eru gólfsíðir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn, en tignarlegur gasarin með ljósum sandsteinsflísum setur svo punktinn yfir i-ið. 

Mikil lofthæð í eldhúsi og borðstofu gefur rýminu glæsibrag á meðan gólfsíðir gluggar veita fallegt útsýni. Í eldhúsi er hvít stílhrein sérsmíðuð innrétting með stórri eyju, gaseldavél og einkar fallegum háfi úr burstuðu stáli sem setur sterkan svip á rýmið.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kleifakór 20

mbl.is