Sérfræðingar telja að Meghan Markle gæti tekið fram úr Katrínu prinsessu í vinsældum ef hún ákveður að snúa aftur á samfélagsmiðla.
Sérfræðingar telja að Meghan Markle gæti tekið fram úr Katrínu prinsessu í vinsældum ef hún ákveður að snúa aftur á samfélagsmiðla.
Sérfræðingar telja að Meghan Markle gæti tekið fram úr Katrínu prinsessu í vinsældum ef hún ákveður að snúa aftur á samfélagsmiðla.
Tessa Dunlop segir í viðtali við OK! að Meghan hertogynja af Sussex hafi vaðið eld og brennistein upp á síðkastið. Fólk tengi því betur við hana heldur en hina prúðu prinsessu þar sem hvert skref er úthugsað.
„Það hvernig Katrín prinsessa birtist á samfélagsmiðlum er mjög úthugsað. Við fáum að sjá brot af þessari ímynd af fullkominni prinsessu sem á fullkomna fjölskyldu,“ segir Dunlop.
„Meghan er allt öðruvísi. Við vitum að hún hefur gengið í gegnum helvíti og snúið til baka. Hún getur ekki leitað skjóls í einhverja stofnun eða stóra fjölskyldu.“
„Hún er eins og hver önnur kona. Hún virkar ekki jafn fjarlæg.“
Sagt er að Meghan muni innan skamms opna aftur reikning á samfélagsmiðlinum Instagram. Nú þegar er reikningur, sem heitir Meghan, kominn með 126 þúsund fylgjendur. Meðal fylgjenda eru persónulegir vinir Meghan hertogynju. Ekki er hins vegar búið að setja neitt inn á síðuna.
Meghan gæti halað inn háar fjárhæðir fyrir hverja færslu á Instagram að sögn fjármálasérfræðingsins Eric Schiffer.
„Hún mun vera fljót að safna fjölmörgum fylgjendum og keppa við stjörnur á borð við Kardashians sem fá milljón dollara fyrir hverja færslu.“