Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að yfirburðir Rússa í loftinu séu hindra gagnsókn Úkraínumanna í stríðinu við Rússa.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að yfirburðir Rússa í loftinu séu hindra gagnsókn Úkraínumanna í stríðinu við Rússa.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að yfirburðir Rússa í loftinu séu hindra gagnsókn Úkraínumanna í stríðinu við Rússa.
Selenskí kvartar undan hægum vopnaflutningum vestrænna ríkja og refsiaðgerðum gegn Rússum.
„Ef við erum ekki í loftinu á meðan Rússar eru þar stöðva þeir okkur og hrinda á bak aftur gagnsókn okkar,“ sagði Selenskí, sem kallar eftir öflugri og langdrægari vopnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að Úkraínumenn væru hægt og bítandi að vinna á í gagnsókn sinni. „Þetta eru þungir og erfiðir bardagar, en þeir hafa náð í gegnum varnarlínur rússneska hersins og þeir eru að sækja fram á við,“ sagði Stoltenberg er hann ávarpaði utanríkismálanefnd Evrópuþingsins.
Sagði Stoltenberg að árangur Úkraínumanna sannaði hversu mikilvægur stuðningur vesturveldanna hefði verið, sem og getu og vilja þeirra til þess að halda þeim stuðningi áfram. Benti Stoltenberg á að Úkraínumenn hefðu þurft að sækja fram þrátt fyrir að Rússar hefðu lagt fjöldann allan af jarðsprengjum við víglínuna.