6 dýrustu sumarhús landsins

Heimili | 9. september 2023

6 dýrustu sumarhús landsins

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu sumarhús í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þau kosta allt frá 5,2 til 145 milljónir króna. Þó það sé dásamlegt að eyða sólríkum sumardögum uppi í bústað er ekki síðra að eiga afdrep í náttúrunni yfir veturinn þar sem hægt er að hlaða batteríin. 

6 dýrustu sumarhús landsins

Heimili | 9. september 2023

Smartland tók saman sex dýrustu sumarhúsin á fasteignasölu mbl.is.
Smartland tók saman sex dýrustu sumarhúsin á fasteignasölu mbl.is. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu sumarhús í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þau kosta allt frá 5,2 til 145 milljónir króna. Þó það sé dásamlegt að eyða sólríkum sumardögum uppi í bústað er ekki síðra að eiga afdrep í náttúrunni yfir veturinn þar sem hægt er að hlaða batteríin. 

Á fasteignavef mbl.is eru á sölu sumarhús í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þau kosta allt frá 5,2 til 145 milljónir króna. Þó það sé dásamlegt að eyða sólríkum sumardögum uppi í bústað er ekki síðra að eiga afdrep í náttúrunni yfir veturinn þar sem hægt er að hlaða batteríin. 

Smartland tók saman sex dýrustu sumarhús landsins, en þau eiga það sameiginlegt að vera einkar glæsileg með lúxusyfirbragði.

Indriðastaðahlíð 120

Við Indriðastaðahlíð í Skorradal er til sölu sjarmerandi 200 fm sumarhús sem byggt var árið 2008. Í húsinu er aukin lofthæð, sérsmíðaðar innréttingar, innfeld lýsing og stórir gluggar sem skapa mikinn glæsibrag. 

Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í sumarhúsinu. Ásett verð er 145 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Indriðastaðahlíð 120

Kamínustofa með gólfsíðum gluggum setur án efa punktinn yfir i-ið.
Kamínustofa með gólfsíðum gluggum setur án efa punktinn yfir i-ið. Samsett mynd

Víðibrekka 21

Við Víðibrekku í Grímsnesinu er til sölu 174 fm sumarhús sem reist var árið 2008. Húsið stendur á 7.730 fm eignarlóð, en í kringum allt húsið er stór og snyrtilegur pallur með glæsilegu útsýni, heita potti og saunu.

Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu sem er á tveimur hæðum. Ásett verð er 129 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víðibrekka 21

Á pallinum er heitur pottur og sauna, en þaðan er …
Á pallinum er heitur pottur og sauna, en þaðan er fallegt útsýni. Samsett mynd

Rangárslétta 3

Við Rangársléttu á vesturbakka Ytri-Rangár er til sölu fallega hannað 168 fm sumarhús sem reist var árið 2022 og hannað af Studio Halla Friðgeirs. Húsið stendur á 4,7 hektara eignarlóð og státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

Ásett verð er 119 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Rangárslétta 3

Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna sumarhúsið sem fellur vel …
Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna sumarhúsið sem fellur vel að umhverfinu. Samsett mynd

Indriðastaðahlíð 168

Við Indriðastaðahlíð í Skorradal er til sölu 197 fm sumarhús sem reist var árið 2010. Húsið stendur hátt í hlíðina og er því glæsilegt útsýni um Skorradal, til Snæfellsjökuls, upp í Skarðsheiðina og að Skessuhorni frá húsinu.

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu sem er á tveimur hæðum. Ásett verð er 115 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Indriðastaðahlíð 168

Á neðri hæð sumarhússins er gestasvíta og bílskúr sem hentar …
Á neðri hæð sumarhússins er gestasvíta og bílskúr sem hentar vel sem golfbílageymsla. Samsett mynd

Leifsstaðabrúnir 13

Í landi Leifsstaða í Vaðlaheiðinni er til sölu tignarlegt 169 fm sumarhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2022. Húsið stendur á gróinni 3.050 fm eignarlóð, en alls eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 109,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Leifsstaðabrúnir 13

Efri hæðin var innréttuð árið 2023 og eru allar innréttingar …
Efri hæðin var innréttuð árið 2023 og eru allar innréttingar sérsmíðaðar. Samsett mynd

Birkibyggð 6

Í sumarbústaðalandi við Flúðir er til sölu glæsilegt 139 fm sumarhús sem reist var árið 2017. Húsið hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta, en það var innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja eins og hún er oftast kölluð, sem hannaði húsið.

Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 109 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Birkibyggð 6

Sumarhúsið hefur verið innréttað á glæsilegan máta.
Sumarhúsið hefur verið innréttað á glæsilegan máta. Samsett mynd
mbl.is