Aron: Ég verð honum ævinlega þakklátur

Dagmál | 9. september 2023

Aron: Ég verð honum ævinlega þakklátur

„Það var stormasamt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Aron: Ég verð honum ævinlega þakklátur

Dagmál | 9. september 2023

„Það var stormasamt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

„Það var stormasamt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Pirraði sig á dómurum

Aron, sem er 33 ára gamall, lék undir stjórn föður síns, Pálmars Sigurðssonar, með körfuknattleiksliði Hauka í 7. flokki og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu.

„Hann hefur oft rifjað það upp að þetta hafi verið eitt erfiðasta árið, þegar kemur að uppeldinu, í hans lífi,“ sagði Aron.

„Ég var mikið að pirra mig á dómurum, samherjum og mótherjum á þessum tíma og hann tók á þessu og náði þessu úr mér.

Ég hef ekki pirrað mig á dómurum síðan og ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir þetta ár,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is