Sandra sýndi listaverkin sín á Times Square

Framakonur | 9. september 2023

Sandra sýndi listaverkin sín á Times Square

Sandra H. Andersen er búsett í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að læra skrif og frjálsar listir samhliða starfi sínu sem listakona. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu listasýningum erlendis, en nýverið voru verk Söndru til sýnis á Times Square og segir hún upplifunina enn hálf óraunverulega.

Sandra sýndi listaverkin sín á Times Square

Framakonur | 9. september 2023

Listakonan Sandra H. Andersen er búsett í New York-borg og …
Listakonan Sandra H. Andersen er búsett í New York-borg og kann afar vel við sig þar.

Sandra H. Andersen er búsett í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að læra skrif og frjálsar listir samhliða starfi sínu sem listakona. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu listasýningum erlendis, en nýverið voru verk Söndru til sýnis á Times Square og segir hún upplifunina enn hálf óraunverulega.

Sandra H. Andersen er búsett í New York-borg í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að læra skrif og frjálsar listir samhliða starfi sínu sem listakona. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu listasýningum erlendis, en nýverið voru verk Söndru til sýnis á Times Square og segir hún upplifunina enn hálf óraunverulega.

Sandra segist alla tíð hafa verið listræn, en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem hún fór að prófa sig áfram með pappír og heillaðist algjörlega. „Alveg frá því ég man eftir mér hef ég séð mig fyrir mér starfa við eitthvað sem telst oft vera „óhefðbundið“. Ég valdi pappírinn því mér þykir skemmtilegt að vinna með hann. Hvíti liturinn á pappírnum og áferðin sem myndast er eitthvað sem mér þykir ofboðslega fallegt en þessi minimalíski stíll er í miklu uppáhaldi,“ segir hún.

Verk Söndru eru í minimalískum stíl.
Verk Söndru eru í minimalískum stíl.

Leyfir pappírnum að stjórna ferðinni

„Verkin mín hafa mikið tilfinningagildi fyrir mig. Þau eru gerð úr tugum laga af pappír og hvert lag stendur fyrir mismunandi tilfinningar, hugsanir og minningar. Þau tákna okkur sem mannfólk og tilfinningarússíbanann sem lífið getur verið. Hvert lag hefur sinn tilgang og er partur af heildinni. Fallegustu verkin, að mínu mati, verða til þegar ég er ekki að reyna að gera allt fullkomið né þegar ég ofhugsa lokaútkomuna, heldur leyfi pappírnum að stjórna ferðinni,“ útskýrir Sandra.

„Vegna allra laganna af pappírnum og skuggunum sem myndast skiptir staðsetning verksins og lýsing miklu máli og er hægt að snúa þeim á alla vegu fyrir mismunandi útkomu,“ bætir hún við.

Hægt er að leika sér með staðsetningu og lýsingu verkanna …
Hægt er að leika sér með staðsetningu og lýsingu verkanna til að fá mismunandi skugga.

„Aldrei verið smeyk við að fara út fyrir þægindarrammann“

Sandra hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin níu ár, en hún flutti upphaflega þangað til að stunda nám. „Ég fór fyrst til Los Angeles en ég sá lífið alltaf fyrir mér þar. Þegar aðstæður breyttust svo skyndilega ákvað ég að prófa eitthvað nýtt og sótti því um skóla í New York-borg. Ég hafði heimsótt borgina nokkrum sinnum og þótti hún spennandi. Sá flutningur var í raun bara fluga sem ég fékk í hausinn einn daginn og svo þegar ég varð spennt við tilhugsunina ákvað ég að láta slag standa,“ útskýrir Sandra.

„Ég hef verið í New York-borg í tæplega fimm ár núna. Ég hef aldrei verið smeyk við að fara út fyrir þægindarammann þannig að ég dreif mig þrátt fyrir að hafa ekkert bakland í hvorugum borgum og hef alls ekki séð eftir því,“ bætir hún við. 

Aðspurð segist Sandra kunna afar vel við sig í New York-borg enda líði henni svakalega vel þar. „Orkan í borginni lætur manni líða eins og maður geti gert hvað sem er og að það sé ekkert sem er ómögulegt. Borgin er mögnuð út í gegn. eini gallinn er sá að það er dýrt að búa þar, en mér þykir það þó algjörlega þess virði,“ segir hún.

Óraunverulegt að sjá verkin á Times Square

Síðastliðið ár hefur Sandra tekið þátt í þó nokkrum listasýningum í New York-borg ásamt því að vera með nokkur verk til sýnis í galleríi í Berlín. „Markaðurinn er svo stór erlendis og möguleikarnir því endalausir, þess vegna dregst ég svolítið að því. En verkin mín fengu einnig sín eigin sýningarrými inni á 1stDibs og Artsy sem ég er ofboðslega spennt fyrir,“ segir Sandra.

Nýverið voru verk Söndru til sýnis á Times Square og segir hún upplifunina hafa verið hálf óraunverulega. „Það var langur aðdragandi að sýningunni þar sem ég sótti um að taka þátt yfir hálfu ári áður. Það var erfitt að trúa því að nafnið mitt og verk eftir mig væru á svona þekktum stað þar sem hátt í hálf milljón manns fer í gegn á hverjum degi. Þetta var skemmtilegt og eitthvað sem mér datt aldrei í hug að ég gæti gert eða tekið þátt í,“ útskýrir hún. 

Sandra á Times Square ásamt verki sínu.
Sandra á Times Square ásamt verki sínu.

Það er margt spennandi framundan hjá Söndru sem verður næstu mánuði á Íslandi að vinna í verkefnum áður en hún fer aftur út til New York-borgar í lok árs. „Ég er að fara að vinna með nokkrum nýjum galleríum og eru því mörg spennandi verkefni og listasýningar framundan,“ segir hún að lokum.

mbl.is