Skandinavísku merkin sem stjörnurnar fá ekki nóg af

Fatastíllinn | 9. september 2023

Skandinavísku merkin sem stjörnurnar fá ekki nóg af

Vinsældir skandinavískrar hönnunar hafa líklega sjaldan verið meiri en um þessar mundir, en það sést greinilega ef litið er til Hollwyood þar sem sífellt fleiri stórstjörnur hafa tekið ástfóstri við skandinavísk merki. 

Skandinavísku merkin sem stjörnurnar fá ekki nóg af

Fatastíllinn | 9. september 2023

Stjörnurnar elska skandinavíska hönnun!
Stjörnurnar elska skandinavíska hönnun! Samsett mynd

Vinsældir skandinavískrar hönnunar hafa líklega sjaldan verið meiri en um þessar mundir, en það sést greinilega ef litið er til Hollwyood þar sem sífellt fleiri stórstjörnur hafa tekið ástfóstri við skandinavísk merki. 

Vinsældir skandinavískrar hönnunar hafa líklega sjaldan verið meiri en um þessar mundir, en það sést greinilega ef litið er til Hollwyood þar sem sífellt fleiri stórstjörnur hafa tekið ástfóstri við skandinavísk merki. 

Smartland tók saman nokkur skandinavísk merki sem stjörnurnar virðast einfaldlega ekki fá nóg af.

Ganni

Ganni er danskt merki sem stofnað var af Frans Truelsen árið 2000. Vinsældir merkisins jukust verulega árið 2009 þegar Reffstrup-hjónin tóku við fyrirtækinu sem er í dag þekkt fyrir litríkar og stílhreinar flíkur.

Kourtney Kardashian, Hailey Bieber, Paulina Porizkova og Offset eru meðal stjarna sem virðast hafa mikið dálæti á Ganni. 

View this post on Instagram

A post shared by GANNI (@ganni)

H2OFagerholt

Margir kannast eflaust við danska íþróttamerkið H2O sem Jens Knud Lind stofnaði árið 1982. H2OFagerholt var hins vegar stofnað árið 2018 þegar Julie og Bex Fagerholt sameinuðu krafta sína með H2O með það að markmiði að fylla inn í bilið á milli íþróttafatnaðs og hátísku.

Merkið hefur notið mikilla vinsælda hjá stjörnum á borð við Kim Kardashian, Selenu Gomez, Bellu Hadid og Elsu Hosk.

Hildur Yeoman

Hönnun eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman hefur orðið sífellt meira áberandi í Hollywood að undanförnu. Ashley Graham, Kehlani, Joroju Smith og Nicolu Mariu Roberts eru dæmi um stjörnur sem hafa vakið athygli í hönnun eftir Hildi. 

View this post on Instagram

A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik)

Acne Studios

Acne Studios er tískuhús í Stokkhólmi sem var stofnað árið 1996 af Jonny Johansson, en merkið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Merkið er þekkt fyrir vandaðan fatnað sem virðist einfaldur en hefur þó sína sérstöðu sem grípur strax augað.

Fjölmargar stjörnur halda upp á merkið, þar á meðal Rihanna, Beyoncé, Harry Styles, Hailey Bieber og Kylie Jenner. 

View this post on Instagram

A post shared by Acne Studios (@acnestudios)

Stine Goya

Danski fatahönnuðurinn Stine Goya setti fatamerki sitt á markað árið 2006. Litagleði og skemmtileg mynstur eru áberandi í hönnun hennar sem virðist hitta algjörlega í mark hjá stjörnunum, að minnsta kosti hjá þeim Kendall Jenner, Priyanka Chopra, Kristen Stewart og Hayle lu Richardson.

66° Norður

Hinar ýmsu stórstjörnur hafa fallið fyrir vörum frá íslenska fyrirtækinu 66° Norður, en þar má til dæmis nefna Romeo Beckham, Miu Regan og Emeliu Clarke. Úlpurnar hafa verið sérstaklega vinsælar hjá stjörnunum undanfarin ár, en nú virðist léttari útivistafatnaður vera að slá í gegn. 

View this post on Instagram

A post shared by 66°North (@66north)

mbl.is